Stefnulaus menningarpólitík á Íslandi

Var að fá í hendur spennandi bók Íslensk menningarpólitík eftir Bjarka Valtýsson Nýhil gefur út. Hef aðeins verið að blaða í skruddunni og margt mjög intresant. Það er óskandi að leikarar Austurvallaleikhússins kynna sér þetta rit því nú loksins fá þeir þetta á blaði sem virðist skipta miklu máli hjá þeim en þó mætti vera meira af súluritum og slíku því það skilja þeir víst best. Það verður að viðurkennast að stefna í menningarmálum hjá hinu opinbera sem og flestum sveitarfélögum er nánast engin. Meira að segja sjálft setrið Menntamálaráðuneyti er mest stjórnað af tækifærisdútlungum í stað þess að móta sér markvissa stefnu. Ég hef reynt að berjast fyrir því í gegnum árin að efla atvinnulistina á landsbyggð en við Sölvhólsgötu er engin skilningur né áhugi á slíku. Þar á bæ átta menn sig ekki á hve stórt tækifæri er fólgið í listinni á landsbyggðinni þar sem hvert starf er mjög mikilvægt og þegar um list er að ræða eru utanaðkomandi störf oft mörg. Einni lítilli leiksýningu fylgir nebblega ekki bara bisness fyrir leikararna heldur og fyrir fjölmarga þjónustu aðila í bæjarfélaginu. En því miður eru ekki til haldbærar tölur súlurit og solleiðs sem sýna fram á það. Ég veit ekki hvort mitt góða bæjarfélag Ísafjarðarbær er með einhverja stefnu í menningarmálum ef svo er þá hef ég ekki séð hana. Fyrir síðustu kosningar var ég boðaður á fund hjá einu stjórnmála apparatinu til að ræða menningarmál og hvað flokkurinn gæti gert í þeim málum. Það var meira en velkomið og lét ég bununa ganga enda lista og menningarlíf sérlega öflugt hér í bæ öflug félög starfandi, kórar og fjölmargir sjálfstæðir listamenn sem krydda lífið í bænum svo um munar. Því miður var ég ekki með neitt súlurit eða tölur á blaði til að sýna hve mikið listalífið skilar til bæjarins og sýna þeim t.d. að á leiklistarhátíðinni Act alone sem er haldin árlega hér þá eru nánast öll gistirími full, velta veitingastaðana er sérlega góð, kaffihúsin vel sótt enda lattefólk á ferðinni, það fílar líka föt og kaupir sér eitthvað smúkt í þess háttar verslunum, svo þarf það að borða og fer á matsölustaði í bænum, stundum í sjoppu þjóðarinnar Hamraborg og fær sér pylsu og kóla, í Samkaup og kaupir sér ávexti, fer í bókaverslanir og sjoppar þar eitthvað hámenningarlegt og þannig mætti lengi telja. En viti menn eftir þennan menningarpólitíska fund þá hefur það eina gerst að ákveðið var að skera niður hina árlega menningarviðburð bæjarins er nefnist Bæjarlistamaður. Viðburður sem kostar sirka 300 þúsund krónur plús nokkrar snittur og Sprite. En hefur haft gífurlega mikil áhrif auglýsingalega séð og þar að auki á jákvæðan hátt sem er nú sjaldgæft hér á landi í dag. Allir fjölmiðlar voru vanir að birta árlega hver væri bæjarlistamaður ársins já í öllum fjölmiðlum - sem þýðir á súluritinu - að þú næðir ekki einu sinni að auglýsa í öllum fjölmiðlum fyrir þessa monninga. Og vitanlega varð það svo sérstök frétt þegar ákveðið var að skera Bæjarlistamanninn niður og birt í öllum fjölmiðlum. Niðurstaðan mjög neikvæð frétt um bæjarfélagið - og þú þarft að auglýsa mega feitt til að bæta ýmyndina, ef það er þá hægt. Nóg párað í bili best að hefja lesturinn á Íslenskri menningarpólitík og óskandi að hið opinbera geri það líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt hjá þér.  Þeir tímdu heldur ekki að kaupa hina árlegu túlípana í haust sem eru orðnir aðalsmerki bæjarins, svo hann er víða þekktur í dag sem túlípanabærinn og auglýstur í Garðheimum með mynd af bænum við sölulaukana. 

Svona smátt og smátt er drepið niður það glaðlega og góða sem heldur fólki heima.  Við þurfum að breyta þessu.  Það þarf nýja vakningu þar sem súluritin fá að liggja í kyrrþey en manneskjan sjálf sett í fyrirrúm og hennar þarfið bæði til gleði og framfærslu.  Þeim hefði verið nær að berjast fyrir því að fá frjálsar strandveiðar og gætt hagsmuna sjómanna, þá hefði verið til nógur peningur til alls þess skemmtilega og góða. Og að lokum þakka þér og þinni konu alla eljusemina við list og leiklist og allkyns skemmtilegar uppákomur sem bera hróður bæjarins langt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

þakkir í sama máta Ásthildur fyrir þinn þátt já þetta Túlipanamál er nú bara tragikómedía og einmitt já hvers virði er myndin í Garðheimum í formi kynningar á okkar flotta bæ - en þetta er bara því miður staðreynd að þegar byrjað er að skera er ávallt byrjað á menningar og menntamálum, en samt er nú ekki af miklu að skera.

Elfar Logi Hannesson, 18.3.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband