Listamannaþing Vestfjarða í Listakaupstað

Á morgun, laugardaginn 9. apríl verður Listamannaþing Vestfjarða haldið í Listakaupstað á Ísafirði. Þema þingsins í ár er menningartengd ferðaþjónusta en einnig verður pælt og spegulerað um framtíð listagiðjunnar á Vestfjörðum almennt. Síðast en ekki síst verður lagt til að stofnað verði félag listamanna á Vestfjörðum. Listakaupstaður og Menningarráð Vestfjarða boða til þingsins í samstarfi við listamenn á Vestfjörðum. Þingið hefst kl.13 í Listakaupstað á Ísafðirði sem er til húsa í fyrrum frystihúsi Norðurtanga. Þingið er öllum opið bæði listamönnum, félögum sem og ekki síður njótendum listarinnar á Vestfjörðum. Hér að neðan er dagskrá Listamannaþings Vestfjarða:

Dagskrá Listamannaþings Vestfjarða

13:00 Ólíkar listgreinar á Vestfjörðum og framtíð þeirra
- Fulltrúar heimamanna tala um ólíkar listgeinar

13:35 Vestfirskar listahátíðir kynntar:
- Leiklistarhátíðin Act Alone
- Tónlistarhátíðin Við Djúpið
- Heimildamyndahátíðin Skjaldborg
- Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður!

14:05 Skoðunarferð um Listakaupstað á Ísafirði
- Menningarráð Vestfjarða býður upp á kaffi og bakkelsi á Listamannaþinginu.

14:20 Málstofa um menningartengda ferðaþjónustu
- Hildur Magnea Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúðuheima í Borgarnesi
- Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða

15:00 Listin og landsbyggðin
- Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) flytur hugvekju

15:40 Stofnfundur félags vestfirskra listamanna
- Formlegur félagsskapur vestfirskra listamanna stofnaður á mettíma

Gönguferð um menningarbæinn Ísafjörð, kíkt við á nokkrum sýningarstöðum. Menningarlífið á Ísafirði er í blóma og mikið um að vera um helgina. Gestir á Listamannaþingi Vestfjarða eru hvattir til að staldra við á Ísafirði og njóta lífsins og listarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glæsilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:56

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já þetta verður gaman og vonandi að sem allra flestir mæti

Elfar Logi Hannesson, 8.4.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband