Bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum í sumar

Það ætti engum að þurfa að vanta eitthvað að gera sem heimsækir Vestfirði þetta sumarið. Fjölmargar fjölbreyttar bæjar- og listahatíðir eru um allan kjálkann nánast hverja helgi í allt sumar. Til að nefna það helsta, en gleymi þá öruggulega einhverju og glöggir lesendur mega þá bæta því við, þá kemur hér yfirlit yfir bæjar- og listahátíðir á Vestfjörðum sumarið 2011.

2. - 5. júní Patreksfjörður
Sjómannadagshelgin - flottasta hátíðin er án efa á Patreksfirði, þar hefur markvist verið unnið að því að efla þennan merkilega dag sjómanna og hefur hátíðin bara stækkað.

10. - 12. júní. Patreksfjörður.
Skjaldborg hin einstaka heimildarmyndahátíð sem vakið hefur mikla athygli enda bara flott hátíð, heiðurgestur í ár er meistari Ómar Ragnarsson.

17. júní. Hrafnseyri við Arnarfjörð
Hvað er meira viðeigandi en vera á heimabæ Forsetans á fæðingardegi hans en í ár er kappinn 200 ára. Fjölbreytt hátíð m.a. mun yðar einlægur frumsýna leikverk um Nonna sem er sérstaklega saminn fyrir festivalið.

21. - 26. júní. Ísafjörður
Klassíska tónlistarhátíðin Við Djúpið vönduð dagskrá með intresant masterclössum - hátíð sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ágæti.

23. - 26. júní. Bíldudalur
Í ár er heil baun og þá er haldin hátíðin Bíldudals grænar baunir, dagskrá í höndum heimamanna og veðrið - það verður magnað enda veðursældin þar allra best á landinu öllu.

1 - 3. júlí. Hólmavík
Sjöunda árið í röð fara fram Hamingjudagar á Hólmavík, geggjað stuð.

1. -3. júlí. Dýrafjarðardagar
Dúndurskemmtileg fjölskylduhátið og næsta víst að þú hittir víkinga.

2. júlí Bolungarvík
Markaðsdagar eru skemmtilegir og í ár mun Listahátíðin Æringur setja svip sinn á markaðinn.

9. - 10. júlí. Selárdalur í Arnarfirði
Ef þú hefur ekki komið í Selárdal þá áttu mikið eftir. Eitt flottasta félag þjoðarinnar Félag um endurreisn listasafns Samúels í Selárdal blæs til menningarhátíðar í dalnum.

22. - 24. júlí. Tálknafjörður
Tálknafjör og þar verður pottþétt fjör.

6. ágúst. Holtsfjara í Öndundarfirði
Eitt af trompu hátíðanna. Sandkastalakeppni í Holti. Þarf að segja meira.

12. - 14. ágúst. Ísafjörður - Hrafnseyri Arnarfirði
Eina einleikjahátíð landsins og ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar ACT ALONE haldin áttundar árið í röð. Fjöldi innlendra og erlendra einleikja. OG það einleikna er að það er ÓKEYPIS INNÁ ALLAR SÝNINGAR HÁTÍÐARINNAR.

26. - 28. ágúst. Súðavík
Má ég kynna Bláberjadagar - þarna verður maður sko að vera.

Velkomin vestur og góða skemmtun í allt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær upptalning hjá þér, ég er ákveðin að fara að Hrafnseyri þann 17. júní.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 12:07

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

vissi að ég gleymdi einhverju Sæluhelgin á Suðureyri 8 - 10 júlí vel þessi virði að kikka þangað eitthvað fyrir alla familíuna.

Elfar Logi Hannesson, 4.6.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bíldudals grænar er tilhlökkunin í bili, en ég kemst ekki fyrr en eftir 17. júní Vestur.

Mun örugglega sækja einhverja aðra viðburði, en  sumarið klippist svolítið í sundur hjá okkur með utanlandsferð til London um miðjan júlí, en þar mun Hera Hilmarsdóttir, barnabarn Odds útskrifast úr leiklistarskóla. Stoltur afinn og stjúpmamma ætla að vera viðstödd.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 22:09

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

sjáumst á Bíldó og lukku með barnabarnið

Elfar Logi Hannesson, 5.6.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Ársæll Níelsson

svo drullusparkið síðustu helgina í júlí, verslunarmannahelginni.

Ársæll Níelsson, 5.6.2011 kl. 14:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Mýrarboltinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 16:28

7 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já sem ég segi hver helgi nelgd fyrir vestan og ávallt eitthvað um að vera allt frá einleikjum til drullubolta

Elfar Logi Hannesson, 5.6.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband