Morrinn á Ísafirði

Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, var að hefja sitt 13. leikár. Þetta stórmerkilega leikhús sem var stofnað af ungu fólki á Ísafirði hefur enn á ný hafið leik. Upphafið má rekja til þess að ungir Ísfirðingar starfræktu sitt eigið leikhús er þau nefndu Fargogfjör yfir sumartímann. Þau fóru víða og skemmtu um allan bæ m.a. sýndu þau þjóðlega dagskrá fyrir gesti skemmtiferðaskipa er lögðu leið sína inn í Skutulsfjörðinn fagra. Ári síðar ákvað Ísafjarðarbær að taka leikhúsið upp á sína arma og þá varð Morrinn til. Sá sem þetta párar var svo heppinn að fá að leikstýra Morranum fyrstu þrjú starfsárin. Sá tími var stórkostlegur. Leikhúsið stækkaði og dafnaði mjög hratt og sýndi ekki bara í heimabyggð heldur um land allt. Fyrir fjórum árum var svo Kómedíuleikhúsinu boðið að taka við listrænni stjórn Morrans og tókum við það að okkur með þökkum. Leikhúsið hefði reyndar lent í smá öldudal árunum áður en er nú aftur komið á góðan skrið. Leikstjóri Morrans á þrettánda leikári er Elín Sveinsdóttir en gaman er að geta þess að hún er að hefja leiklistarnám í Bretlandi í haust. Verkefni Morrans á 13. leikári eru mörg en þó fer mest fyrir þjóðlegri skemmtidagskrá fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Ísafjarðarbær getur verið stolltur af Morranum sínum sem mun enn á ný gleðja gesti okkar í allt sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband