Gísli Súrsson alls ekkert kominn í súr

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson er enn í fullu fjöri og eru fjölmargar sýningar framundan. Leikurinn verður sýndur í 221 sinn og er vel við hæfi að sú sýning fari fram á söguslóðum Gísla nánar tiltekið í Arnarfirði. Þar fer nú fram hin skemmtilega hátíð Bíldudals Grænar og verður Gísli sýndur í Baldurshaga í kvöld kl.21.

En Gísli er ekkert að leggjast í súr því á mánudag verður sýning á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og er þegar orðið uppselt á þá sýningu. Ekki þarf þó að örvænta því Gísli Súrsson verður einnig sýndur á bæjarhátíðinni Dýrafjarðardagar sem fer fram um næstu helgi. Sú sýning verður á hinu magnaða útivíkingasviði á Þingeyri. Þó Gísli sé þétt bókaður þá er alveg hægt að bæta við fleiri sýningum. Áhugasamir sendi okkur póst á netfangið 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er stolt af þér Elfar Logi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2011 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband