Zurgur á Þingeyri

Það verður mikið stuð og húllumhæ á Þingeyri núna um helgina en þá fer fram hin árlega bæjarhátíð Dýarfjarðardagar. Að vanda er boðið uppá fjölbreytta dagskrá fyrir alla familíuna. Kómedíuleikhúsið sýnir m.a. verðlaunaleikinn Gísli Súrsson á útivíkingasviðinu og vinsælasta ábreiðusveit Vestfjarða Megakukl verður með megakonsert í Hallargarðinum. Síðast en ekki síst mun nýjasta leikhús Vestfjarða frumsýna sitt fyrsta verk. Leikhúsið er skipað æskunni í vinnuskólanum á Þingeyri og heitir því skemmtilega nafni Zurgur. Hver er nú það spyrja eflaust margir? Jú, Zurgur er persóna úr hinni frábæru teiknimynd Leikfangasaga og er kappi þessi faðir Bósa ljósárs. Frumsýningin verður í grillveislunni á útivíkingasvæðinu á laugardeginum. Leikurinn nefnist Dýri og félagar og fjallar um landnámsmennina fjóra í Dýrafirði. Þá Dýra, Eirík, Véstein og Þórð. Leikstjóri og höfundur er Elfar Logi Hannesson.
Sýningar á Dýri og félagar verða á dagskrá þrisvar í viku í júlí á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.30 alla dagana. Sýnt er á útivíkingasviðinu og er aðgangur að öllum sýningunum er ókeypis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll! Til hamingju með þetta,skemmtið ykkur vel.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

takk fyrir já við munum pottþétt skemmta okkur vel

Elfar Logi Hannesson, 1.7.2011 kl. 15:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óska ykkur öllum góðs gengis og góðrar skemmtunar.  Ég verð að vinna á morgun og sunnudagurinn fer sennilega í að dunda mér í lóðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Logi minn ég er líklega að verða gömul, en ég á svo erfitt með að lesa þig, svona með engum greinaskilum.

Ég óska ykkur alls velfarnaðar, sem ég þarf þó svo em varla, því ég veit alveg hvers er að vænta þegar þið hjónin eigið í hlut.

Alúðarkveðjur frá okkur, mér og skáldinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.7.2011 kl. 03:03

5 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

þakka þakka - þetta var dúndur sýning hjá krökkunum næsta sýning verður á mánudag kl.20.30 á Víkingasviðinu á Þingeyri frítt inn - mjög flottir krakkar Þingeyringar geta verið mjög stoltir af sinni æsku

Elfar Logi Hannesson, 3.7.2011 kl. 00:39

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú ert sannkallaður menningarfrömuður og skilur allstaðar eftir falleg spor.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.7.2011 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband