X og Z eru hjón á Ísó

Í morgun skellti ég mér á árshátíð Grunnskóla Ísafjarðar. Þetta er nýr tími á árshátíð skólans yfirleitt er hún haldin að vori. Ég er ekki frá því að þetta sé bara betri tími. Að vanda er ákveðið þema á árshátíð skólans að þessu sinni var það Gagn og gaman einsog lestrabókin munið þið, X og Z eru hjón. Krakkarnir fóru allir á kostum að vanda og gaman að sjá hvernig þau fléttuðu saman nýja og gamla tímanum. Það var t.d. verið að tala um súrmat til forna í upphafi leikþáttar en endað með útlenskum slagara þar sem sungið er um MacDonalds, Pizza Hut ofl. Það var líka gaman að sjá útfærslu þeirra á gömlu góðu sögunni um Bakkabræður og sýnir enn að þessir kostulegu bræður eiga vel við okkur nútímafólkið í dag. Heimskupör bræðranna á Bakka fengu okkur til að veltast um af hlátri. Það er frábært að sjá æskuna stíga á stokk og sannar fyrir okkur enn og aftur að framtíðin á Ísafirði er mjög björt. Einlægni allra leikara var einstök og allir voru mjög sannir í sínum leik. Krakkar í Grunnskóla Ísó þið eruð frábær takk fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var þarna í gærkveldi og skemmti mér aldeilis prýðilega.  'Eg er afskaplega ánægð með hve vel nemendum og kennurum tekst að láta allt smella saman, með alla þessa krakka og búninga og allt sem til þarf.  Hreint og klárt frábært, leikgleði þeirra spillir heldur ekki fyrir.  Ég tók nokkrar myndir í gær og setti inn á bloggið mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já þetta eru flottir krakkar og kennarar líka

Elfar Logi Hannesson, 28.10.2011 kl. 17:50

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

X og Z eru hjón,

óttalega mikil flón.

Z segir eins og s,

alla kveður hún með bless.

Hún er kát við karlinn sinn,

 kyssir hann á nefbroddinn.

Karlinn X er hýr og hress,

hermir eftir g og s.

Þau eru fín og segja satt,

með silkihúfu og pípuhatt.

Lærði þetta upp úr téðu Gagni og gamni 7 ára gömul, og man það enn.

Þetta hlýtur að hafa verið hörkulesning, úr því hún situr svona klossföst.

Kveðjur af Njarðargötunni  !

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband