Andaglasið nýr alvestfirskur rokksöngleikur

Andaglasið nýr alvestfirskur rokksöngleikur verður frumsýndur á Öskudag kl.20 í Félagsheimilinu Bolungarvík. Nýjasta leikhús Vestfjarða Vestfirska skemmtifélagið setur Andaglasið á svið og er þetta jafnframt fyrsta verkefni leikhússins. Menningarráð Vestfjarða styrkir sýninguna með veglegu framlagi. Hér er á ferðinni þjóðlegur rokksöngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir Elfar Loga Hannesson og Guðmund Hjaltason. Rokksöngleikurinn Andaglasið er byggður á vestfirskum þjóðsögum þar sem við sögu koma margar sögulegar persónur má þar nefna Jón Indíafara, Hjámar Gogg, draugana Mókoll, Pjakk, Leggg, Skuplu og Guddu afturgöngu að ógleymdum skessunum þremur sem ætluðu að moka Vestfirðina frá meiginlandinu. Þrír krakkar hafa nappað andaglasi frá foreldrum sínum sem voru í heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði og því er hér á ferðinni andaglas með reynslu. Enda fer það svo að hver andinn á fætur öðrum birtist í alvörunni líkt og í nútíma tölvuleik. Allir andarnir eiga það sameiginlegt að vera persónur í vestfirskum þjóðsögum. Leikurinn verður þó fullraunverulegur þegar draugurinn Mókollur birtist og lokkar krakkana til sín í Móholuna sína. Þá fyrst byrjar ævintýrið og krakkarnir uppgötva að þau eru stödd í öðru landi, Þjóðsagnalandi, og þá tekur ævintýrið á sig ævintýralega mynd.
Tólf leikarar taka þátt í sýngunni sem eru í hópi framtíðaleikara Vestfjarða því hér eru á ferðinni nemendur í skólum á norðanverðum Vestfjörðum. Rokksöngleikurinn Andaglasið verður einsog áður gat frumsýndur á Öskudag miðvikudaginn 22. febrúar kl.20 í Félagsheimilinu Bolungarvík. Einnig verður sýnt laugardaginn 25. febrúar og sunnudaginn 26. febrúar kl.16 báða dagana. Aðeins verður um þessar þrjár sýningar að ræða. Miðasala á allar sýningar er hafin í síma 892 4568.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband