Hrósum meira

Sem lattelepjandi maður þá er ég voða kátur þegar mér er hrósað. Veit að það er fáranlegt að segja þetta en þetta er bara sannleikur. Í raun eru hrós oft okkar helstu laun sem erum í lattedeildinni. Því í raun skiptir hrós eða það að einhver sé ánægður með það sem ég er að gera í listinni mig meira máli en einhverjir monningar. Enda held ég að það sé staðreynd að ef maður sé ríkur þá er maður fátækur. Reyndar hef ég aldrei verið monningalega ríkur enn er maður að berjast við mánaðarmótinn þó maður sé orðinn 43 ára. Hinsvegar er ég mjög hamingjusamur. Já, ég veit þetta lopapeysulið heldur bara að það geti lifað á loftinu. Og svo bætist við frasinn: Af hverju færðu þér ekki bara vinnu?

Fyrir 20 mínútum eða svo (þ.e. þegar þetta er párað, svo verða mínúturnar bara fleiri eftir aldri þessa pistils) fékk ég hrós og þakkir frá áhorfenda sem var á sýningu hjá mér í Bolungarvík í janúar. Og ég segi bara einsog sungið í einhverju lagi: Mér líður vel, mér líður vel í dag. 

Meira þarf ekki til að gleðja mig. Enda hef ég ekkert verið að kikka á stöðuna á netbankanum í dag og ætla ekkert að vera að skemmileggja daginn.

Í raun ætti maður að vera duglegri við að hrósa fyrir það sem vel er gert. Sjálfur mætti ég gera meira af því. Enda kostar ekki neitt að hrósa og þakka það sem vel er gert. Mér fannst t.d. Anna Sigríður Ólafsdóttir standa sig vel síðasta laugardag þegar hún las uppúr verðlaunabókinni Blóð hraustra manna. En bókin sú fékk Tindabikkjuna verðlaun Glæpafélags Vestfjarða fyrir bestu glæpasöguna 2013. Samt hitti ég nú vinkonu mína á eftir þegar við átum hin glæpsamlegu verðlaun í Túninu heima. Betra seint en ekki svo nú segi ég bara: Annska þetta var vel lesið hjá þér. Þú hefur mjög áheyrilega rödd. 

Svo hér eftir mun ég stefna að því að hrósa meira þegar ég er ánægður með eitthvað sem ég sé eð upplifi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð færsla hjá þér Elfar Logi, og þökk fyrir þitt góða starf að vera óþreytandi við að færa okkur menningu og gleði, það skiptir miklu máli, ef til vill meira máli en þú gerir þér grein fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2014 kl. 11:45

2 identicon

Í allri umræðunni um vetrarleikana í Rússlandi finnst ekkert hrós

allir taka þátt í leiknum "sparka í Pútín"

og eru leiksoppar þeirra VALDhafa sem vilja hann frá  

Það hlýtur bara að vera eitthvað jákvætt - eða vill enginn heyra eða sjá slíkt? 

Grímur (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband