Lífiđ er yndislegt og allir spila kandí kröss

Ávallt fyllist mađur stolti ţegar mćtt er á hina árlegu árshátíđ Grunnskólans á Ísafirđi. Hef sagt ţađ áđur en segi ţađ samt aftur og enn ađ ćskan á Ísafirđi er frábćr. Brosandi og sískapandi en meina samt vel ţađ sem ţau segja og gera. Ţví er mikilvćgt ađ viđ tökum mark á ţeim og hlustum. 

Á hverri árshátíđ er ákveđiđ ţema og í ár var ţađ ,,Öll ólík, öll eins." Sannarlega gott efni til ađ vinna međ enda kom ţađ í ljós strax á fyrstu sýningu núna í morgun. Atriđin voru sannarlega ólík og alls ekkert eins. Enda er lítiđ variđ í dćmiđ, lífiđ og leikhúsiđ ef allt er alveg eins. Vissulega var stórt stungiđ á efninu og einsog einn leikhúsmađurinn segir svo alltof oft: Sýningin hreyfđi sannarlega viđ manni.

Í einu atriđinu var skemmtilegt skot á Evróvisjoniđ ţar sem símakjósendur lentu í miklum vanda um hvađa lag skyldi velja. Ţví ţađ var ađeins eitt lag í keppninni en ţađ var sungiđ ţrisvar sinnum og ţađ var ađ sjálfsögđu slagarinn Lífiđ er yndislegt.

Ekkert var eins nema ţađ ađ hinn vinsćli leikur kandí kröss kom víđa viđ sögu.

Ţađ var sannarlega fast skotiđ á árshátíđ Grunnskólans á Ísafirđi og ávallt lenti knötturinn í netinu og oftar en ekki í samskeytunum.

Lífiđ er sannarlega yndislegt á Ísafirđi. Viđ verđum bara ađ gćta okkar á ţví ađ týna okkur ekki í kandí krössinu einsog ćskan benti okkur svo réttilega á.

Til hamingju ćska og framtíđ Ísafjarđar.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tek undir međ ţér Elfar Logi, ţetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer ekki á árshátíđ Grunnskólans, ţví unginn minn er komin í Menntaskólann. En ţađ eru svo sannarlega bćđi leikgleđi og góđ skilabođ sem koma frá krökkunum okkar. Og ekki síđur hve kennarnir eru duglegir ađ koma öllu til skila. Stundum ótrúlega góđar útlausnir hvernig ţau koma leikendum öllum á sviđiđ, allt upp í 20 börn eđa fleiri, og áreynslulaust bćđi innkomur og útgöngur. Ţau eiga heiđur skilinn, Grunnskólinn sjálfur ţar međ talinn.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 3.4.2014 kl. 11:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband