Þekktustu útlagar þjóðarinnar loksins saman á leiksviðinu

Þeir eru margir útlagarnir á Íslandi en líklega er óhætt að segja að þeir þekktustu séu Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Svo skemmtilega vill til að sá sem hér pikkar inn texta hefur gert leikrit um báða þessa kappa. Enn skemmtilegra er frá að segja að báðar sýningarnar hafa slegið í gegn. Enn er svo hægt að toppa það með því að segja að loksins verða Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur á fjölunum í Reykjavík. Til að kóróna það þá verða sýningarnar í 101 nánar tiltekið í Gamla bíó.  

Sýningarnar verða sýndar saman og þannig gefst einstakt tækifæri til að sjá sannkallaða útlagatvennu. Fyrsta sýning á Gísla Súra og Fjalla-Eyvindi verður eftir viku eða fimmtudaginn 29. maí kl.20. Miðasala er þegar hafin á midi.is.

Tvær sýningar til viðbótar verða á útlagatvennunni í Gamla bíó. Á Hvítasunnudag 8. júní kl.20 og loks mánudaginn 16. júní kl.20. 

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sem hefur verið sýndur um 300 sinnum verður einnig sýndur á ensku í Gamla bíó. Fyrsta sýning á ensku verður miðvikudaginn 28. maí kl.20.

Miðasala á allar sýningar er í blússandi kómískum gangi á midi.is  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband