Grettisstund með Einari Kára og Elfari Loga

einar káraSérstök Grettisstund verður haldin í paradísadalnum á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði í lok júní. Þá munu þeir Einar Kárason, rithöfundur, og Elfar Logi Hannesson, leikari, leiða saman hesta sína og leika með eina þekktustu Íslendingasöguna Grettis sögu Ásmundarsonar. Grettisstundin verður sunnudaginn 28. júní kl.20.00. Einar Kárason hefur leik og fjallar um Gretti á sinn magnaða hátt en Einar er mikll sögumaður sem unun er að hlýða á. Að Einars þætti loknum mun Elfar Logi Hannesson sýna einleikinn Grettir sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýndur víða. Rétt er að geta þess að á milli þeirra félaga verður gert stutt hlé þar sem gestum gefst kostur á að bragða á hinum magnaða rabbabaragraut húsfreyjunnar. Miðasala á Grettisstund á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði er þegar hafin. Miðasölusíminn er 891 7025, einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is Miðaverð er aðeins 3.500.- kr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband