LJÓÐ DAGSINS - Í FÁUM ORÐUM SAGT

Það er gott að hafa það huggulegt á sunnudegi slappa af og segja lítið. Afslöppun eftir fjöruga viku og mikilvægt að hlaða heila og líkama með því að hlusta á þögnina. Ljóð dagsins tekur undir allt þetta og á því vel við á góðum sunnudegi fyrir vestan á fallegum degi með smá snjóföl og vetrarstemningu. Það er ísfirska listakonan Steingerður Guðmundsdóttir sem er höfundur ljóðsins í dag. En hún var fjölhæfur listamaður og vann m.a. ötulega að því að kynna einleikjaformið hér á landi á síðustu öld. Hún samdi einleiki sína sjálf og flutti nokkra þeirra í Iðnó. Árið 1975 gaf hún síðan út einleikjabókina Börn á flótta með sjö frumsömdum einleikjum. Steingerður samdi nokkur leikrit og gaf út einar 7 ljóðabækur. Árið 2004 gaf JPV út heildarsafn ljóða hennar og nefnist verkið Bláin. Sérlega vönduð útgáfa og ég hvet alla ljóðaunnendur til að versla sér eintak af þessu safni. Ljóð dagsins heitir Í fáum orðum sagt og er í ljóðabókinni Fjúk.

Í FÁUM ORÐUM SAGT

Hvað er

ljóð?

Á

pappírsblaði

pennaslóð.

Blekið:

Hjartablóð.

Það

er

ljóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband