LJÓĐ DAGSINS - MÁNUDAGSMORGUNN

Viđ höldum áfram ađ veiđa uppúr vestfirskum ljóđapotti en hann er alveg ótrúlega djúpur nánast botnlaus og fullt af geggjuđum ljóđum. Nú kynnum viđ til sögunnar Guđmund Inga Kristjánsson ljóđabóndann frá Önundarfirđi. Í ár er 100 ára fćđingarafmćli hans en hann fćddist 15. janúar áriđ 1907á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirđi. Og á ţeim degi var einmitt haldiđ uppá aldar afmćli skáldsins í Holti í firđi Önundar. Sami hópur stóđ einnig ađ heildar ljóđaútgáfu sem kom út í sumar. Ljóđasafniđ heitir Sóldagar og er gefiđ út af Holt friđarsetri, Ingastofu. Gaman ađ geta ţess ađ orđiđ sól var í uppáhaldi hjá skáldinu og báru bćkur hans öll ţađ nafn einsog Sólstafir, Sólbráđ og Sólborgir. Ţađ er viđ hćfi ađ byrja vikuna međ ljóđi um mánudagsmorgunn eftir Guđmund Inga. Ljóđiđ var ort 3. janúar áriđ 1938 en skáldiđ merkti öll ljđ sín höfundardegi, flott sístem ţađ:

MÁNUDAGSMORGUNN

Ég er glađur á mánudagsmorgni

viđ hin margbreyttu verkefni hans,

ţegar athöfnin örvar og styrkir

ţá er árdegi starfandi manns.

Ţegar hátíđ er liđin og helgi

tek ég hugreifur störfunum viđ

međan vikan er öll fyrir augum

eins og ónumiđ, heillandi sviđ.

Ef ţín helgi til gćfu var haldin

ferđu hraustur í mánudagsverk,

fylgir hamingja handtökum ţínum,

og ţín hugsun er falleg og sterk.

Og í vikunnar byrjađa verki

eiga vonirnar hjarta ţíns sjóđ.

Og á hálfbjörtum mánudagsmorgni

eru mótuđ hin fegurstu ljóđ.

Heyr mig, starfandi líf, ţú sem líđur.

Ég á löngun og heilbrigđa von

ađ til mánudagsverka ég vakni

eins og vikunnar snemmborni son.

Međan höndin er hraustleg og ţolin,

međan hugur er athafnagjarn,

međan verkefni vinnunnar bíđa

skal ég verđa ţitt mánudagsbarn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband