LJÓÐ DAGSINS - Í ÖXNADAL

Við breytum nú aðeins til og hvílum okkur um stund á vestfirskum ljóðum. Ástæðan er sú að í dag er miðvikudagur og það þýðir að í dag er vika í frumsýningu Kómedíuleikhússins á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa. Einsog nafnið gefur til kynna er hér verið að fjalla um listakáldið góða Jónas Hallgrímsson en í ár er 200 ára fæðingarafmæli hans nánar tiltekið 16. nóv. Ég bið að heilsa er ljóðaleikur fyrir leikara, Elfar Loga Hannesson, og tónlistarmann, Þröst Jóhannesson, munum þeir flytja yfir 20 ljóð eftir skáldið. Elfar í leik en Þröstur mun flytja frumsamin lög við ljóð Jónasar. Leikurinn verður sýndur á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði og verður boðið uppá mat og leiksýningu á ljóðalegu verði. Næstu vikuna eða fram á frumsýningardag 7. nóvember verður ljóð dagsins eftir Jónas Hallgrímsson. Það er stór ljóðapottur að veiða í en við byrjum á æskunni og bernskudalnum. Ljóð dagsins heitir Í Öxnadal:

Í ÖXNADAL

Þar sem háir hólar

hálfan dalinn fylla

þar sem hamrahilla

hlær við skini sólar

árla, fyrir óttu,

ennþá meðan nóttu

grundin góða ber

græn í faðmi sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband