SMÖRREBRÖD OG ÞJÓÐSKÁLDIÐ JÓNAS Á ÍSÓ Í KVÖLD

Aukasýning á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa verður á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði í kvöld 21. nóvember. Að þessu sinni verður boðið uppá ekta danskt smörrebröd með sýningunni sem er vel við hæfði þar sem skáldið dvaldi lengi í Danaveldi. Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síðar. Miðaverð er aðeins krónur 2.900.- og miðapantanir í síma 456 3360. Það er Kómedíuleikarinn og Þröstur Jóhannesson, tónlistarmaður, sem flytja verk Listaskáldsins góða í leik, tali og tónum. Rétt er að geta þess að Þröstur flytur frumsamin lög við ljóð skáldsins. Fleiri sýningar á Ég bið að heilsa eru á teikniborðinu, meira um það síðar. En allir í smörrebröd og Jónasarljóðaveislu í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband