GEFÐU GÓÐA GJÖF GEFÐU KÓMÍSKA JÓLAGJÖF

Margir eru nú farnir að huga að jólagjöfunum enda desember rétt að bresta á og hvað er betra en að geta notið jólamánaðarins og vera búinn með gjafainnkaupinn sem fyrst. Kómedíuleikhúsið hefur á boðstólunum glæsilegar gjafir fyrir fólk á öllum aldri. Það er auðvelt að panta bara senda tölvupóst og Kómedía sendir hvert á land sem er og líka til úttlanda. Og takið eftir það er hægt að greiða með greiðslukorti sem er nú ekki slæmt á þessum árstíma. Hjá Kómedíuleikhúsinu geturðu fengið hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð, einleikjabókina Íslenskir einleikir og einleikinn Steinn Steinarr á DVD. Verðið er Kómískt að vanda. Gefðu góða gjöf gefðu Kómíska jólagjöf.

ÞJÓÐSÖGUR ÚR VESTURBYGGÐ
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 99. mín.
Verð: 1.999.- kr.
Panta:
komedia@komedia.is
Vesturbyggð er mikið sagnasvæði þar hafa skrímsli, tröll, álfar og ýmsar furðuverur verið á sveimi svo elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson,leikari, úrval þjóðsagna úr Vesturbyggð. Alls eru fluttar 33 sögur og er þeim skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum fluttningi.

ÍSLENSKIR EINLEIKIR
Höfundar: Ýmsir
Útgáfuár: 2006
Bls. 308
Tilboðsverð: 1.500.- krónur
Var áður: 3.290.- krónur
Panta:
komedia@komedia.is
Hér er á ferðinni alveg einleikin bók sem jafnframt er fyrsta útgáfa sinnar tegundar hér á landi. Í bókinni eru alls 11 íslenskir einleikir frá ýmsum tímum og af ýmsum gerðum fyrir alla aldurshópa. Leikirnir í bókinni eru: Dimmalimm, Gísli Súrsson, Glæsibæjareintölin, Hinn fullkomni jafningi, Hversu langt er vestur, Leifur heppni, Óvinurinn, Sagan af Loðinbarða, Síðasta segulband Hrapps, Sveinsstykki, Þrjár Maríur. Jón Viðar Jónsson ritar formála bókarinnar.

STEINN STEINARR - EINLEIKUR Á DVD
DVD
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guðjón Sigvaldason
Leikstjórn: Guðjón Sigvaldason
Verð: 1.500.- krónur
Panta:
komedia@komedia.is
Einleikur Kómedíuleikhússins Steinn Steinarr er nú loksins fáanlegur á DVD. Leikurinn er byggður á verkum og ævi skáldsins en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þetta er mjög áhugaverð, vel gerð og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003. Ekki má heldur gleyma fræðslugildi verksins sem er mjög mikið.
Steinn Steinarr er eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Hann hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson og fæddist árið 1908. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap um langa hríð og varð mjög umdeildur fyrir vikið. Harðorðar greinar birtust í blöðum um Stein og skáldskapur hans var kallaður tómvitleysa af sumum. Aðrir á hinn bóginn fögnuðu framlagi hans og töldu að loksins væri komið fram skáld sem þyrði að breyta staðnaðri, íslenskri ljóðlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóð hans eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög. Steinn Steinarr andaðist árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband