ASKASLEIKIR YRKIR Á KISTUNNI MEÐAN HANN HREINSAR INNAN ASKINN

Þá er Askasleikir mættur í bæinn til að taka út diska af öllum stærðum sem hafa leist af hendi hlutverk asksins síðustu ár. Hann er hins vegar fastur fyrir og vill ekkert vera að breyta nafni sínu þó fólk sé löngu hætt að borða uppúr öskum. Enda væri það sennilega dáldið hallærislegt að heita kannski Diskasleikir eða Súpudiskasleikir, nei heldur viljum við hafa gamla góða nafnið Askasleikir. Líkt og aðrir bræður hans hefur Askasleikir hent fram stöku enda ekki slæmt að geta hent fram stöku á stöku stað. Þetta hefur Askasleikir að segja:

ASKASLEIKIR

Til eru furðulegustu leikir

það þekki ég sjálfur, Askasleikir.

Ég sit svo sæll á minni kistu

og reyni í fyrstu

að hreinsa innan askinn

áður en hann fer í vaskinn.

Ef ekki dugir fingur

þá er ég nokkuð slingur

og teygi mína tungu endilanga

oní askinn, - restarnar að fanga.

jólasveinar 001Askasleikir hvergi banginn þó ekki sé lengur í askana látið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband