SKYRGÁMUR HÁMAR Í SIG SKYRIÐ OG LÍTUR ÚT EINSOG TUNNA EFTIR SKYRÁTIÐ

Skyrgámur mættur á svæðið og farinn að spóka sig í bænum. Hann er víst ekki allskostar sáttur við skyrmarkaðinn fílar ekki alveg þetta jarðaberja, karamellu, bananasplitt eða hvað þetta nú allt heitir. Heldur vill hann hafa skyrið einsog hjá Grýlu mömmu en uppskriftin er svohljóðandi: þykkt, súrt og bragðsterkt. Þegar hann kemst í svoddan nokkuð hámar hann í sig og lítur út einsog tunna að skyrmáltið lokinni. Eða einsog hann segir í kvæði sínu:

SKYRGÁMUR

Líttu ' á mig, - ég lít út einsog tunna!

Já - eitt er það sem fáir aðrir kunna:

að tæma aleinn ámu risastóra

sem venjulega dugar fyrir fjóra.

Hún troðfull er af skyri beint frá bænum

ég tæmi'ana til botns í einum grænum.

Svo sit ég bara afvelta og get mig ekki hreyft,

ég veit það bara að þetta hefði Grýla aldrei leyft,

hvort sem skyrið hefði verið gefins eða keypt!

skyrgamurSkyrgámur saddur og mettur eftir alvöru skyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband