LEWIS KLIKKAR EKKI

Daniel Day-Lewis alltaf góður. Án efa einn besti leikari hvíta tjaldsins í dag verst hvað hann leikur í fáum myndum en það er kannski vegna þess að hann vandar valið. Man ekki eftir að hafa séð lélega mynd með honum. Á  reyndar eftir að sjá þessa sem hlýtur að vera geggjuð ég meina Coen bræður og Lewis getur varla klikkað. Nú þarf maður bara að gæta sín á því að gera ekki alltof miklar kröfur áður en maður sér ræmuna. Það hefur nefnilega stundum gerst og þá verður maður bara fyrir vonbrigðum.


mbl.is No Country for Old Men besta myndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átti nú bara leið hér um. Lewis leikur ekki í mynd þeirra Coen bræðra, hann leikur í nýjustu mynd Paul Thomas Anderson, sem meðal annars gerði Magnoliu og Punch Drunk Love.

Homosapien (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég heyrði einhvers staðar að ástæða þess að Lewis leikur í svo fáum myndum sé einmitt meðal annars vegna þess að hann vandar svo vel valið. Á meðan hann vinnur að kvikmynd þá gefur hann sig allan í karakterinn og flytur víst út af heimili sínu til að geta gefið sig "the method" algjörlega á vald.

Væri flott að vera í slíkri stöðu. Geta leyft sér að leika ekki nema á tveggja ára fresti og koma með svona heimsklassa frammistöðu í hvert sinn.

Ársæll Níelsson, 28.1.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband