TVEGGJA ÞJÓNN Á SIGLÓ Í KVÖLD

Þriðja sýning á ærslaleiknum Tveggja þjónn verður í BíóCafe á Sigló í kvöld. Húsið opnar kl.20 og sýning hefst hálftíma síðar. Það er óhætt að segja að leikurum Leikfélags Siglufjarðar hafi verið vel tekið enda er hér á ferðinni fjörugur leikur eftir ítalska skáldið Carlo Goldoni. Tveggja þjónn er hans þekktasta stykki en hann samdi reyndar tæplega 200 stykki þannig að hann kunni nú nokkuð fyrir sér í leikbókmenntadeildinni. Það er Kómedíuleikarinn sem leikstýrði verkinu. Aðsókn á Tveggja þjón hefur verið mjög góð og nú er bara að fjölmenna í BíóCafé á Tveggja þjón. Góða skemmtun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband