GRILLGASKÚT STOLIÐ Á ÍSAFIRÐI - SÖKUDÓLGI BOÐIÐ AÐ SKILA KÚTTNUM Í NÓTT EÐA NÆSTU NÓTT

Kómedíuleikarinn er kominn í vorskap einsog svo margir aðrir enda er einmuna blíða hér á Ísó í dag og vorkeimur í lofti. Snjórinn óðum að minnka reyndar þurfti sá Kómíski að moka sér leið að grillinu á sólpallinum því nú átti að grilla. En hvað haldiði, ég veit að þið trúið þessu ekki, þegar komið var að grillinu var engin gaskútur. Ég er ekki að djóka. Og þetta er nú ekkert Harlem sem við erum að tala um. Við búum bara hér í túninu heima á Ísafirði. Eru menn í alvöru að rottast inní görðum og stela gaskútum. Ég veit að það er svolítill monníngur í þessum kútum en vá maður á bara ekki orð. Kúturinn hefur allavega ekki fengið sér göngutúr því það þarf að losa slönguna sem hann er tengdur við og þarf til þess nokkuð átak. Í síðustu viku var kúturinn við grillið og æ ég bara næ þessu ekki. Er þetta algengt hobbý að stela gaskútum? Allavega verður ekki grillað í kvöld. Hinsvegar má sá fingralangi skila kútnum í nótt ég er sofnaður um 2 leitið að öllu jöfnu get meira að segja dregið fyrir gluggana ef hinn seki er sofnaður þá og vildi kannski koma kl.1. Ég skal ekki kíkja. En mig langar mikið að grilla um helgina enda vorið komið á Ísó og vil ég mikið leggja til þess að svo geti orðið. Því er hinum langa fingri boðið í grill um helgina, þ.e. ef hann kemur með kútinn, eigum við að segja kl.20 á laugardag?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Ertu ekki að grínast !!!!!!!!!!!!!!!  það er nú töluverður spölur að labba að pallinum hjá ykkur og bara að hafa fyrir því....EN AÐ STELA GASKÚTNUM FRÁ GRILLINU !!!!!!!!  ÞAÐ ER EKKI Í LAGI HJÁ SUMU FÓLKI!!!!FATTA EKKI SVONA VERKNAÐ.... En Logi minn ef þig langar rosalega að grilla þá á ég stóran kút og þú mátt alveg fá hann lánaðan 

Sigrún Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Nei því miður er þetta ekki djók og það sem meira er það var einnig stolið kút frá nágrönnum okkar í næsta húsi. Bara botna þetta ekki. Nú kaupir maður bara keðju og lás og setur á kútinn þegar maður hefur efni á að kaupa hann

Elfar Logi Hannesson, 18.4.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband