BARNABÆKUR Í VESTFIRSKUM HÚSLESTRI Á MORGUN

Á morgun, laugardag, verður Kómedíuleihúsið og bókasafnið á Ísafirði með Vestfirskan húslestur í Safnahúsinu á Ísó. Að þessu sinni verða vestfirskar barnabækur í aðalhlutverki. Lesið verður úr verkum skáldanna Böðvars frá Hnífsdal og Ólafar Jónsdóttur frá Litlu-Ávík og hefst lesturinn kl.14. Að vanda er aðgangur ókeypis. Bæði þessi skáld áttu talsverðum vinsældum að fagna sem barnabókahöfundar á sínum tíma en hin síðari ár hefur lítil umræða verið um verk þeirra. Segja má að þetta sé svolítill vandi barnabókabransans því almennt er lítið talað um eldri verk einsog t.d. eftir þau Böðvar og Ólöfu. Á laugardag gefst gestum Safnahússins á Ísafirði kostur á að kynna sér verk þessara áður vinsælu barnabókahöfunda að vestan. Jóna Símonía Bjarnadóttir flytur erindi um skáldin og Kómedíuleikarinn les úr verkum þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið að heilsa Símoníu.

kv.
Eldibrandur 

Danni Pétur (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Skila því

Elfar Logi Hannesson, 19.4.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

:ið eruð flott í bókmenntunum þú og Jóna Símonía Elvar Logi minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir já Jóna er alveg geggjuð og gaman að vinna með henni

Elfar Logi Hannesson, 19.4.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband