NIÐURTALNING FYRIR ACT ALONE

Í gær hófst formlega kynning á dagskrá Act alone 2008 leiklistarhátíðarinnar á Ísafirði. Hátíðin verður haldin dagana 2. - 6. júlí á Ísafirði og verður boðið uppá geggjaða dagskrá 24 sýningar, leiklistarnámskeið og fyrirlestur. Til að stytta biðina fyrir hátíðina einleiknu verður dagskráin kynnt næstu vikunnar á Act alone vefnum www.actalone.net Fjallað verður um hverja sýningu fyrir sig auk þess sem sagt verður frá ýmsum atburðum hátíðarinnar s.s. Act alone verðlaununum sem verða nú afhent í fyrsta sinn. Kynningin á Act alone 2008 hefst hins vegar á Leiklistarnámskeiði hátíðarinnar. Allt um það hér að neðan:

Act alone 2008

Leiklistarnámskeið

HVAÐ FELST Í TEXTANAUM? OG HVERNIG KOMUM VIÐ ÞVÍ TIL SKILA Í FLUTNINGI?

Kennari: Sigurður Skúlason, leikari

Staður: Háskólasetur Vestfjarða

Fimmtudag 3. júlí kl. 13.30 – 16.00Föstudag 4. júlí kl. 13.30 – 16.00

Þátttökugjald: 10.000.-

Skráning: Háskólasetur Vestfjarða sími: 450 3040

Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Háskólaseturs info@hsvest.is 

Sigurður Skúlason leikari heldur námskeið í textaflutningi, laust mál og bundið. Mikilvægi þess að geta greint texta og túlkað er mikilvægt öllum leikurum sem og öðrum sem koma fram hvort heldur á bæjarstjórnarfundi eða á þorrablóti. Sigurður Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk þess sem rödd hans er vel kunn í útvarpi. Óhætt er að segja að Sigurður sé meðal bestu upplesara hér á landi og er því mikill fengur að geta boðið uppá þetta vandaða námskeið á Act alone 2008. Rétt er að geta þess strax að þátttakendafjöldi á námskeiðinu er miðaður við 15 manns og er því rétt að vera snöggur að skrá sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband