KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR ÞRJÁR SÝNINGAR SAMTÍMIS

Það er allt á fullu hjá Kómedíufrúnni. Í dag, sunnudag, opnar hún ekki bara eina myndlistarsýningu heldur þrjár. Um er  að ræða sýninguna Gísla saga Súrssonar í myndum þar sem frúin Kómíska túlkar þessa frægu sögu með því að vinna út frá þekktum setningum í sögunni. Einsog margir vita er Gísla saga uppfull af fleygum setningum nægir að nefna þessar: Það skaltu muna vesæll maður að kona hefur barið þig, Oft stendur illt af kvennahjali og slagarinn sígildi Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Sýningin verður á þremur söguslóðum sögunnar, í Haukadal þar sem Gísli Súri tók land og verður sýningin í hinu fræga Samkomuhúsi sem íþróttafélagið Gísli Súrsson tók þátt í að byggja á sínum tíma. Annar sýningarstaður er Arnarfjörður en þangað fór Gísli í útlegðinni en sýningin verður á Vegamótum á Bíldudal. Þriðji sýningarstaðurinn er Barðaströnd þar sem Gísil fór ósjaldan á flótta sínum undan Eyjólfi Gráa og kó en sú sýning verður á Flakkaranum á Brjánslæk. Gísla saga Súrssonar í myndum verður síðan opin í allt sumar á þessum þremur stöðum og m.a. geta gestir Act alone kikkað á sýninguna á lokadegi hátíðarinnar þar sem hátíðin endar þar. Rétt er að geta þess að þessi þrefalda sýning er sölusýning þannig að munið að taka veskið með ykkur því þetta eru alveg geggjaðar myndir.

billaleikmyndÞað er rosa kraftur í Kómedíufrúinni þessa dagana einsog reyndar alla daga. Enda mikil og fjölhæf listakona á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó til lukku með frúna þú smellir kossi á hana frá okkur, hvað standa sýningarnar annars lengi yfir ???

kv frá Akó 

Frænka á Akó (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Búinn að smella nokkrum nú þegar í dag en bæti við enn fleirum fyrir þig, sýningarnar standa út sumarið eða til loka ágúst

Elfar Logi Hannesson, 23.6.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband