KÓMÍSKA LEIKÁRIÐ ER Á TEIKNIBORÐINU

Kómedíuleikarinn situr nú og pælar og spegulerar einsog svo oft áður á þessum tíma ársins. Það er nefinilega að bresta á nýtt leikár. Að vanda eru ófáar hugmyndir í gangi og vonandi verða þær flestar framkvæmdar á komandi Kómísku leikári. Það verður nóg um að vera hjá Kómedíuleikhúsinu en aðeins of snemmt að segja hvað það verður, þarf aðeins að teikna þetta betur upp. Allavega verða nokkrir góðkunningjar Kómedíu á fjölunum leikverk frá fyrri árum allt frá fornkappanum vinsæla Gísla til Jólasveina Grýlusona. Nýr Kómískur einleikur verður einnig frumsýndur of snemmt að segja nokkuð til um það er í viðræum við leikstjóra og aðra listamenn sem koma til með að vinna að verkefninu. Hljóðbókaútgáfa Kómedíu heldur áfram bráðlega fer sá Kómíski í hljóðver að taka upp Þjóðsögur af Ströndum sem er væntanleg fyrir áramót í verslanir. Ýmislegt fleira er að hringla í kollinum og kæru blogg kollegar þið megið alveg skjóta á mig einhverjum hugmyndum varðandi leikárið - betur hugsa margir kollar en einn. Jæja best að halda áfram að horfa yfir komandi Kómíska leikárið.

P.s. annars nýkomin úr sumarfríi, ljómandi gott, framundan tvær sýningar á Gísla í vikunni og svo á að skreppa á Hornstrandir um helgina og dvelja smá tíma í Fljótavíkinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband