KÓMEDÍAN HELDUR ÁFRAM OG ÁFRAM OG ÁFRAM......

Það er ýmislegt í gangi hjá Kómedíuleikhúsinu þessa dagana og heilmikið framundan. Undirbúningur fyrir komandi leikár er á lokastigi og styttist í að Kómedíuárið 2008 - 2009 verði kynnt en leikárið hefst formlega í næstu viku. Sýningar á nýjasta einleik Kómedíuleikhússins Pétur og Einar hefjast að nýju í næstu viku en leikurinn var sýndur í allt sumar við frábærar undirtektir. Alls verða þrjár sýningar á leiknum í september og bera þær allar uppá fimmtudag. Fyrsta sýning verður fimmtudaginn 4. september kl.20. Miðasala á sýningarnar er þegar hafin. Undirbúningur fyrir næstu hljóðbók er einnig á lokastigi. Handritið er tilbúið næsta skref er upptaka í hljóðveri á Ísafirði í byrjun næsta mánaðar og í október ætti hljóðbókin Þjóðsögur frá Ströndum að fást hér á vefnum sem og um land allt. Undirbúningur fyrir leikferðir vetrarins er einnig í gangi en fyrsta ferðin verður farin í lok september. Þá munu Gísli Súrsson og Dimmalimm heimsækja skóla á norðurlandi og er sala á þeim sýningum nú í fullum gangi og lítur bara vel út. Í október munu sýnignarnar vera á höfuðborgarsvæðinu í tvær vikur þar sem einnig verður sýnt í skólum. Sala á þeim sýningum er einnig hafin og er þegar búið að bóka nokkrar sýningar í borginni. Kómedíuleikarinn hefur því í mörgu að snúast þessa dagana og þetta er ekki allt því einnig þarf að dytta að leikmyndum. Bæði Dimmalimm og Gísli Súrsson hafa notið mikilla vinsælda og farið víða og því þarf að yfirfara þær og gera klárar fyrir komandi vertíð. Semsagt Kómískt æði í gangi og allir kátir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband