AFMÆLISTILBOÐ - STEINN STEINARR Á 500 KALL

Í dag er afmælisdagur vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinars en hann fæddist 13. október árið 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. Steinn Steinarr hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Kómedíuleikhúsinu fyrr á árinu frumsýndi leikhúsið ljóðaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins í tilefni af aldarafmæli skáldsins. Leikurinn hefur verið sýndur víða um land og fengið afbragðs viðtökur. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kómedía setur Steins Steinar verk á svið. Því árið 2003 frumsýndi leikhúsið einleikinn Steinn Steinarr og var leikurinn bæði sýndur á Ísó og í Borgó. Einleikurinn Steinn Steinarr var síðan gefin út á mynddiski. Í tilefni af afmælisdegi Steins Steinars verður mynddiskurinn Steinn Steinarr á sérstöku tilboði í dag aðeins 500 kall sem er þúsund króna afsláttur af útsöluverði. Nú er lag að gera góð kaup, sendum hvert á land sem er og það er auðvelt að panta sendið bara tölvupóst á komedia@komedia.is og diskurinn er þinn. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um einleikinn Steinn Steinarr.

STEINN STEINARR - EINLEIKUR Á DVD
DVD
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guðjón Sigvaldason
Leikstjórn: Guðjón Sigvaldason
Verð: 500. kr (var áður 1.500)
Panta:
komedia@komedia.is
Einleikur Kómedíuleikhússins Steinn Steinarr er nú loksins fáanlegur á DVD. Leikurinn er byggður á verkum og ævi skáldsins en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þetta er mjög áhugaverð, vel gerð og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003. Ekki má heldur gleyma fræðslugildi verksins sem er mjög mikið.
Steinn Steinarr er eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Hann hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson og fæddist árið 1908. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap um langa hríð og varð mjög umdeildur fyrir vikið. Harðorðar greinar birtust í blöðum um Stein og skáldskapur hans var kallaður tómvitleysa af sumum. Aðrir á hinn bóginn fögnuðu framlagi hans og töldu að loksins væri komið fram skáld sem þyrði að breyta staðnaðri, íslenskri ljóðlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóð hans eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög. Steinn Steinarr andaðist árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband