ASKASLEIKIR HREINSAR ASKINN ÁÐUR EN HANN FER Í VASKINN

Askasleikir er kominn til mannabyggða eftir gott sumarfrí. Í leikritinu Jólasveinar Grýlusynir fer Askasleikir á kostum ásamt tvíburabróður sínum Bjúgnakræki. Að sjálfsögðu syngur hann um uppáhaldið sitt askana einsog lesa má um hér:

Til eru furðulegustu leikir

það þekki ég sjálfur, Askaleikir.

Ég sit svo sæll á minni kistu

og reyni í fyrstu

að hreinsa innan askinn

áður en hann fer í vaskinn.

Ef ekki dugir fingur

þá er ég nokkuð slingur

og teygi mína tungu endilanga

oní askinn, - restarnar að fanga.

Leikritið Jólasveinar Grýlusynir verður sýnt um helgina í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Miðasala á

www.komedia.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband