THE HORSEPLAY COMPANY

Kómedíuleikhúsið er aðili í alþjóðlega leikhópnum The Horseplay company. Leikhópurinn var stofnaður árið 1997 af nemendum í The Comedia School í Kaupmannahöfn. Stofnendur komum frá Eistlandi, Finlandi og Íslandi. Að sjálfsögðu átti að sigra heiminn en ekki varð þó mikið úr afrekum þar sem leikararnir fóru flestir aftur til síns heima að vinna við leikhúsin þar. Óhætt er að segja að öllum hafi gengið þokkalega að fóta sig í hinum erfiða en skemmtilega leikhúsheimi. Nú stefnir hinsvegar allt í að Kómedíuvinirnir stíga aftur á bak hestsins og endurvekji The Horseplay Company strax á þessu ári. Þegar er komið uppkast af handriti og fjármögnun er komin af stað. Að öllum líkindum verður sýningin alfarið æfð á Íslandi nánar tiltekið í Haukadal í Dýrafirði, leikhúsi Kómedíuleikhússins. The Horseplay Company er þegar komið á netið með Fésbók síðu og blogg síðu, sjá hér,

http://thehorseplaycompany.blogspot.com/

Já það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá Kómedíuleikhúsinu og víst er að árið byrjar með trompi. Þessa dagana standa yfir æfingar á leik- og söngverkinu Við heimtum aukavinnu sem er samstarfsverkefni Kómedíu við Litla leikklúbbinn. Einnig er nýr einleikur í smíðum er nefnist Auðun og ísbjörninn sem er byggður vinsælasta Íslendingaþættinum Auðunar þáttur vestfirski. Rétt er að geta þess að Kómedíuleikhúsið er að sjálfsögðu komið á Fésbókina og allir geta slegist í hópinn og þannig fylgst vel með ævintýrum Kómedíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Frábært. Hlakka til að sjá og hitta The Horseplay Company í aksjón.

Ársæll Níelsson, 13.1.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já held þetta gæti orðið kómískt og spennandi

Elfar Logi Hannesson, 14.1.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú átt skilið fálkaorðu minn kæri Elvar Logi fyrir dugnaðinn og eljuna.  Hvar værum við án þín?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband