UPPSELT Á VIÐ HEIMTUM AUKAVINNU

Í kvöld frumsýnir Litli leikklúbburinn í samstarfi við Kómedíuleikhúsið alþýðlegu leik- og söngskemmtunina Við heimtum aukavinnu. Sýnt verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna í kvöld. Önnur sýning er á morgun og er laust á þá sýningu, fyrstir panta fyrstir fá. Miðapantanasíminn er 618 8269. Miðaverðið er mjög alþýðlegt eða aðeins 1.900.kr. Við heimtum aukavinnu er sannkölluð leik og söngperla þar sem flutt er úrval úr verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Hér er á ferðinni hver slagarinn á fætur öðrum nægir þar að nefna klassíkur á borð við Riggarobb, Og þá stundi Mundi, Lífið er lotterí, Klara Klara, Einu sinni á ágústkvöldi. Augun þín blá, ofl ofl ofl ofl ofl. Það ættu því allir að geta sungið með og skemmt sér í Edinborgarhúsinu. Næstu sýningar á Við heimtum aukavinnu verða sem hér segir:

6. feb. kl.21. Frumsýning UPPSELT

7. feb. kl.21. Laus sæti

13. feb. kl.21. Laus sæti

14. feb. kl.21. Laus sæti.

Og allir með: En ég elska hann Jóhann árans......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband