...OG LÓFATAKINU ÆTLAÐI ALDREI AÐ LJÚKA

Alþýðlega leik- og söngskemmtuninin Við heimtum aukavinnu! fær frábæra dóma blaðamanns Bæjarins Besta á Ísafirði, Thelmu Hjaltadóttur. Leikdómurinn er á heimasíðu BB www.bb.is og þar segir m.a.: ,,Skemmtunin var eins og vítamínsprauta í hverfandi skammdeginu, full af gleði, húmor og slögurum sem alþjóð þekkir. Nafn leiksins er sótt í samnefndan slagara og er óhætt að segja að það eigi vel við í dag. Við heimtum aukavinnu hrífur áhorfandann með sér aftur í tímann fyrir tíð pjatts og tískustrauma, útrásarvíkinga og krepputals. Áhorfendur sungu, stöppuðu, klöppuðu og rugguðu sér í takt við lögin og mikil stemmning var í salnum. Leikararnir virtust ekki síður skemmta sér konunglega uppi á sviðinu og óhætt að segja að frumsýningin hafi heppnast vel í alla staði enda stóðu áhorfendur upp í lok sýningar og lófatakinu ætlaði aldrei að ljúka.

Leikgerð og leikstjórn verksins var í höndum Elfars Loga Hannessonar og ætli það sé ekki óhætt að kalla hann vestfirskan Mídas því nánast allt sem þessi þúsundþjalasmiður leiklistarinnar kemur nærri verður að vestfirskri menningarperlu." thelma@bb.is

Miðasala á næstu sýningar er þegar hafinn í síma 618 8269. Sýnt verður föstudag og laugardag og hefjast sýningarnar kl.21. Sjáumst í leikhúsinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var frábær sýning ég skemmti mér konunglega :) takk fyrir mig.

Sólveig (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir góð orð og komuna í leikhúsið

Elfar Logi Hannesson, 10.2.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband