MENNINGIN ER STÓRIÐJA VESTFJARÐA

Í dag er tími til að hafa smá dvöl og pæla soldið. Hvað höfum við og hvert eigum við að stefna? Stórt spurt og mörg svör þurfum bara að taka dansinn saman. Fyrir mér sem Vestfirðingi og íbúa þar er svarið skýrt. Sóknarfæri okkar liggja einna helst í menningu, listum og ferðamennsku sérstaklega þegar allt þetta er tengt saman og þá kallast það Menningartengd ferðaþjónusta. Þetta er okkar stóriðja á Vestfjörðum. Það er ótrúlegt hve listastarfsemin er öflug á Vestfjörðum í hverju þorpi er verið að vinna að metnaðarfullum verkefnum og það sem meira er menn eru að framkvæma hlutina. Það er löngu sannað að menning og listir eru að meika fullt af pening fyrir viðkomandi svæði hverju sinni. Tökum sem dæmi allar listahátíðirnar sem eru haldnar árlega á Vestfjörðum. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður stendur þar fremst í flokki árlega flykkjast vestur þúsundir manna til að upplifa þessa mögnuðu hátíð og það er ekkert smá sem er innifalið í þeirri heimsókn allra þessara gesta. Nefnum bara það helsta gisting á hótelum og gistiheimilum fyllast, Samkaup og Bónus fyllast af fólki, verslunin Hamraborg er troðfull allan daginn, verslanir á svæðinu fyllast s.s. Orkusteinn, Bókhlaðan að ógleymdum bakaríunum og öllu hinu. Flugfélagið flýgur daga og nætur til að koma fólkinu vestur og aftur heim. Veit ekki hvað þetta er mikið ef allt er lagt saman en væri fróðlegt ef einhver gerði það. Hverjum list og menningarviðburði fylgir nebblega ýmislegt og þessu má ekki gleyma. En einsog ég sagði áður þá vantar okkur dansfélaga í þennan listræna dans. Einhvern sem segir ,,listir og menning það er okkar tækifæri veðjum á það og aðstoðum þau verkefni og eflum enn frekar". Menntamálaráðuneytið mætti líka gjarnan horfa meira vestur og bara almennt á listina á landsbyggðinni - ég meina við klárum þetta ekki bara með vatni og rúgbrauði, en til þessa hefur ráðuneytið stutt lítið við menningu á landsbyggðinni. Það er alltaf verið að bera saman önnur lönd við okkar sem hafa lent í sömu krísu og við. Eitt Norðurlandanna gerði einmitt ekki það að minnka styrki til lista og menningarstarfs heldur akkúrat öfugt og það finnst mér að við ættum að gera líka. Menningin og listin standa í miklum blóma á Vestfjörðum þessa dagana og nú vonum við að einhver sem hefur monníumráð hjá hinu opinbera kveiki á perunni líka og sé til í að taka með okkur listrænan tangó. Því einsog maðurinn sagði: Það er mikilvægt að punta uppá menningarlífið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott að eiga svona fólk eins og þig og fleiri sem eru afkastamikil og dugleg við að halda þessum gildum að okkur hinum.  Þau liggja víða þau spor og marka okkur leið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband