Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

TVEGGJA ŢJÓNN Á ÓLAFSFIRĐI Í KVÖLD

Leikfélag Siglufjarđar sýnir gamanleikinn Tveggja ţjón í Tjarnarborg á Ólafsfirđi í kvöld. Leikurinn hefur veriđ sýndur í Bíó Café á Sigló viđ miklar vinsćldir ađ undanförnu. Tveggja ţjónn er klassískur ítalskur gamanleikur eftir Carlo Goldoni og er samin í anda Commedíu dell'Arte leiklistarformsins sem naut mikilla vinsćlda um 1550 og nćstu áratugina ţar á eftir. Semsagt líf og fjör

AUKASÝNING Á GÍSLA SÚRA Á PÁSKADAG

Leikhúspáskar Kómedíuleikhússins í Tjöruhúsinu á Ísafirđi hófust međ trompi í dag. Sýndir voru tveir af vinsćlustu leikjum Kómedíu, Dimmalimm og Gísli Súrsson. Vegna fjölda áskoranna verđur aukasýning á Gísla Súra á Páskadag kl.16.00. Dimmalimm verđur einnig sýnt á Páskadag og hefst sú sýning tveimum tímum fyrr eđa kl.14.00. Miđasala á sýningarnar er ţegar hafin á heimasíđu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

gísli súri 2Gísli Súri verđur aftur á fjölunum á Páskadag í Tjöruhúsinu á Ísó

dimmalimm1Dimmalimm verđur lika í stuđi á Páskadag


UPPSELT Á TVEGGJA ŢJÓN Í KVÖLD

Leikfélag Siglufjarđar sýnir gamanleikinn vinsćla Tveggja ţjón í leikstjórn Kómedíuleikarans í Bíó Café í kvöld. Og ţađ er bara UPPSELT. Ekki örvćnta ţví nćsta sýning er á laugardag í Félagsheimilinu á Ólafsfirđi. Tveggja ţjónn er bráđfjörugur gamanleikur eftir ítalska leikskáldiđ Carlo Goldoni. Leikurinn hefur nokkrum sinnum veriđ settur á sviđ hér á landi en Leikfélag Reykjavíkur var fyrst til ađ flytja leikinn fyrir íslenska gónendur eitthvađ um 1960 og eitthvađ. Ţar var Arnar Jónsson í ađalhlutverki sem ţjónninn Arlechínó sem nefnist á Siglufirđi Eldibrandur í uppfćrslu Leikfélagsins ţar í bć.


BILLUSTOFA OPNAR KLUKKAN 15 Í DAG ALLIR VELKOMNIR

Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, eđa Billa opnar vinnustofu sína í dag kl.15.00. Billustofa verđur opin nćstu daga frá kl.15 - 18. Kaffi á könnunni. Fullt af glćsilegum listaverkum s.s. pennateikningar, málverk, jólasveinar á rekaviđ, tćkifćriskort ofl ofl. Einnig verđa hljóđbćkur Kómedíuleikhússins til sölu ásamt öđrum varningi Kómedíu s.s. bókinni Íslenskir einleikir og Steinn Steinarr á DVD.

billa3Kómedíufrúin viđ eitt verka sinna

BillaPennateiknignar Billu hafa slegiđ í gegn og eru nokkrar teikningar til sölu á Billustofu núna um helgina


KÓMÍSKIR PÁSKAR

Ţađ verđur mikiđ um ađ vera hjá Kómedíuleikhúsinu um páskana. Einsog allir vita ţá er hin árlega Skíđavika á Ísó haldin um páska er einmitt veriđ ađ setja hana núna á Silfurtorgi. Kómedía tekur ađ sjálfsögđu virkan ţátt í festivalinu og verđur međ sannkallađa leikhúspáska í Tjöruhúsinu. Sýndir verđa tveir vinsćlir leikir úr smiđju leikhússins. Leikhúsveislan hefst á föstudaginn langa ţegar Dimmalimm verđur á fjölunum í Tjörunni í Neđsta og hefst sýningin kl.14. Dimmalimm hefur veriđ sýnt um land allt og líka í úttlöndum enda er hér á ferđinni vönduđ sýning fyrir börn á öllum aldri. En á ţessum langa föstudegi verđur Gísli Súrsson líka á fjölunum og hefst sú sýning kl.16. Gísli er án efa vinsćlasti leikur Kómedíuleikhússins og hefur tvívegis veriđ verđlaunađur á leiklistarhátíđum erlendis og eru sýningar ađ nálgast 170 sem er náttúrulega alveg Kómískt met. Önnur sýning á Dimmalimm verđur á páskadag kl.14. Miđasla á leikhúspáska Kómedíu eru á heimasíđunni www.komedia.is Einnig er gaman ađ geta ţess ađ Kómedíuleikarinn verđur međ sérstakan páskaútvarpsţátt á Rás eitt á skírdag kl.14.00. Ţátturinn nefnist Hátíđ hátíđanna, afhverju höldum viđ páska? og er í umsjón ţess Kómíska og Jónu Símoníu Bjarnadóttur. Ţau hafa unniđ talsvert saman ađ undanförnu gerđu t.d. jólaţátt fyrir Gufuna fyrir síđustu hátíđ og hafa einnig stađiđ fyrir mánađarlegum vestfirskum húslestri í Safnahúsinu á Ísó ţar sem tekin eru fyrir skáld ađ vestan fjallađ og lesiđ úr verkum ţeirra. Ţetta er ekki allt. Ţví Kómedíufrúin, Billa, verđur einnig međ vinnustofu sína, sem hún kallar Billustofu, opna um páskana. Ţađ verđur ţví ekki bara rokk og ról á ísó um Páskana.


BILLUSTOFA UM PÁSKANA

Kómedíufrúin, Billa, verđur međ vinnustofu sína á Ísafirđi opna um páskana. Stofan heitir ađ sjálfsögđu Billustofa og er í túninu heima nánar tiltekiđ Túngötu 17 gengiđ inn ađ ofanverđu. Billustofa opnar formlega á morgun, Skírdag, kl.15.00 og verđur síđan opin á föstudaginn langa og á laugardag á sama tíma. Á Billustofu gefst gestum kostur á ađ kikka á fjölbreytt listaverk Billu allt frá pennateikningum til jólasveina á rekaviđ. Kaffi á könnunni og nú er bara ađ skella sér.

ŢREFALDUR TVEGGJA ŢJÓNN Í FJALLABYGGĐ

Leikfélag Siglufjarđar verđur međ ţrjár sýningar á leikritinu Tveggja ţjónn í vikunni en leikurinn er í leikstjórn Kómedíuleikarans. Sýnt verđur í kvöld kl.20.30 í BíóCafé á Sigló og svo aftur á skírdag. Uppselt er á seinni sýninguna en órfá sćti eru laus í kvöld og ţví um ađ gera ađ panta strax. Á laugardaginn, 22. mars, verđur Tveggja ţjónn sýndur á Ólafsfirđi. Ţađ verđur ţví mikiđ fjör í Fjallabyggđ um páskana og um ađ gera ađ skella sér í leikhús. Tveggja ţjónn hefur fengiđ afbragđsgóđar viđtökur enda er hér á ferđinni ekta ítalskur gamanleikur einsog ţeir gerast bestir.

DR SEUSS ALLTAF GÓĐUR

Rithöfundurinn Dr Seuss var bara snillingur ég segi ţađ satt. Ritađi alveg geggjađar sögur, Kötturinn međ höttinn og Ţegar Trölli stal jólunum ţeirra ţekktastar og nú gerir fíllinn Horton allt vitlaust. Samt skrítiđ hve lítiđ hefur veriđ kvikmyndađ af sögum ţessa merka barnabókahöfundar og hvađ ţá heldur hve lítiđ hefur veriđ fćrt upp af Seuss verkum á leiksviđinu. Rámar reyndar í ađ fyrir síđustu jól hafi veriđ gerđur ágćtlega lukkađur Trölla músíkal eđa var ţađ kannski í fyrra. Kómedíuleikarinn hefur lengi haft á sínum einleikjaóskalista ađ setja upp Köttinn međ höttinn. Ćtti hann ađ kíla á ţađ núna?


mbl.is Fornöldin og fíllinn börđust um efsta sćtiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

TIL HAMINGJU BJARNI

Kómedíuleikhúsiđ á Ísó óskar Bjarna Jónssyni innilega til hamingju međ tilnefningu til norrćnu leikskáldaverđlaunanna. Lengi lifi íslensk leikritagerđ og megi ţessi tilefning eiga ţátt í ađ auka veg leikskálda hér á landi. Ađ sjálfsögđu höldum viđ öll međ Bjarna og óskum ţess ađ hann hreppi ţessi eftirsóttu verđlaun.
mbl.is Tilnefndur til norrćnu leikskáldaverđlaunanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

TIL HAMINGJU MEĐ AFMĆLIĐ TMM

Hiđ stórmerka menningartímarit Tímarit Máls og Menningar eđa TMM á sjötíu ára útgáfuafmćli núna í mars. Ţađ verđur ađ segjast einsog er ađ ţetta er án efa eitt allra merkasta tímarit Íslandssögunnar. Vandađ rit í alla stađi og mikiđ í lagt. Núverandi ritstýra TMM er Silja Ađalsteinsdóttir sem hefur haldiđ um stjórnartaumana síđan 2004 međ miklum bravúr. TMM er líka međ heimasíđu sem er í dag besta íslenska netmenningarsíđan ađ mati Kómedíuleikarans. Kikkiđ bara á ţađ og sannfćrist

www.tmm.is

Til hamingju Silja og allir unnendur TMM


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband