Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

GÍSLI SÚRSSON Í GEIRÞJÓFSFIRÐI - EINSTÖK FERÐ Á SÖGUSLÓÐ

- ATH ÞAÐ ER UPPSELT Í FYRRI FERÐINA EN ÖRFÁ SÆTI LAUS Á ÞÁ SEINNI
Nú eru síðustu forsvör að sjá leikverkið Gísla Súrsson eftir Elfar Loga Hannesson og Jón Stefán Kristjánsson.Dagana 22. og 31. júlí eru síðustu sýningar á leikverkinu sem Elfar Logi hefur gert svo ógleymanlegt. Elfar Logi mun leika í því umhverfi sem sagan gerist í, inn í Geirþjófsfirði skammt frá Einhamri þar sem Gísli endaði lífdaga sína eftir frækilega orrustu.

Siglt verður með Höfrungi BA 60, genginn söguhringur þar sem orrustan er rifjuð upp, í söguhringnum er gengið fram á leikhúsið, í skóginum, það verður kyngilmögnuð og ógleymanleg stund.
Brottför frá Bíldudal 22. júlí kl. 11.00, komið til baka á Bíldudal kl. 16.00
Verð: Sigling, leiðsögn, leiksýning kr. 6.500,-

Brottför frá Bíldudal 22. júlí kl. 14.00, komið til baka á Bíldudal kl. 19.00
Bóka þarf í ferðirnar tímanlega í síma 894-1684 eða sendið póst á jon@bildudalur.is
Brottför frá Bíldudal 31. júlí kl. 11.00, komið til baka á Bíldudal kl. 16.00
Verð: Sigling, leiðsögn, leiksýning kr. 6.500,-
Brottför frá Bíldudal 31. júlí kl. 14.00, komið til baka á Bíldudal kl. 19.00
Bóka þarf í ferðirnar tímanlega í síma 894-1684 eða sendið póst á jon@bildudalur.is
Athugð, þetta eru síðustu sýningarnar á þessu frábæra leikverki, síðasti séns að sjá þessa frábæru uppfærslu í einstöku umhverfi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband