Að halda sig að lista verki

Það er eigi nóg að maður þurfi að halda sig að verki nær maður starfar sem listamaður. Heldur og síður er það þetta að koma sér að verki. Það er nú meira en að segja það. Tvö stórverk og þá þarf bara að gera einsog einhver mjög bræt aðili sagði að hefjast handa. Listavinna er samt ekki einsog margar vinnur, maður geti ekki bara sest niður við skrifborðið og byrjað að skrifa reikninga einsog einhver dugmikill gjaldkeri í fullu starfi. Eða jú þetta er eiginlega samt þannig að ef maður starfar við skriftir þá er það eina að gjöra að setjast bara niður og byrja að skrifa. Eigi ólíklegt að fyrstu blaðsíðurnar fari bara í glatkistuna en svo allt í einu byrjar eitthvað að gjörast, andinn kemur yfir mann og svo bara gleymir maður að mæta heim í kveldmat. 

Mín mesta kennsla við þessi tvö listansverkefni, að koma einhverju í verk, koma sér að verki og halda sig auk þess að verki upplifði ég sumarið 1999. Þá starfaði ég sem leikstjóri unglingaleikhússins Morrans á Ísafirði. Við höfðum æfingaaðstöðu í hinni merku listastofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á sama stað en í öðru kennslurými var að æfa sig þetta fagra sumar á Ísafirði píanóleikari að nafni Vladimir Ashkenazy. Nema hvað ávallt var hann mættur á undan okkur í leikhúsinu og byrjaður að æfa sig og hann æfði sig allan daginn og gott ef hann fór ekki síðastur út í lok dags. Betri skólun var eigi hægt að fá í listinni fyrir ungan listamann einsog mig, sko á þeim tíma og síðan hef ég ávallt huxað til sumarsins á Ísafirði og Ashkenazy þegar ég er eitthvað að vorkenna sjálfum mér fyrir að koma mér að verki í listinni. Fyrst að vakna svo að hefjast handa. 


Systkynin fyrirsjáanleiki og óvissa

Í viku fyrirsjáanleikans er gott að velta vöngum um hið fyrirséða og systur þess sjálfa óvissuna. Það er fyrirséð hvernig fyrstu þrír dagar vikunnar eru. Í gær át maður bollur, í dag etur maður á sig gat og á morgun verður fagur söngur æskunnar við dyrina. Í þessa fyrir séðu árlegu daga blandast svo vissulega ávallt einhver óvissa. Enda væri ekkert gaman ef við vissum ávallt handrit daxins áður en hann hefst. Þá værum við bara einsog hinn ágæti leikari Bill Murray í hinni frábæru kvikmynd Groundhog Day. Vekjaraklukkann vekur okkur ávallt með sama laginu í úttvarpinu og svo heldur bara dagurinn áfram alveg einsog dagurinn í gær og dagurinn þar á undan og dagurinn.... Heldur kýs að hafa daginn einsog Pétur Pan þar sem, dagurinn í dag er glænýtt ævintýr. 

Hjá okkur í Steininum á Þingeyri, sko Grásteininum, hvar við hjónin búum dvelur nú Belgískur listamaður reyndar ættaður til hálfs í Kongó. Hann elskar Þingeyri er hér í þriðja sinn og segir ástæðuna vera einfalda. Hér er svo gott að skapa. Get ekki verið meira sammála honum og átta mig bara ekki á því að ríkisappartið fari ekki með landsbyggðinni í það þarfa verkefni að efla listir á landsbyggð. Þá ekki síst atvinnulistir. Það má kannski segja að við séum miklu heldur í fangi systur fyrirsjáanleikas í ótryggum faðmi ósvissunnar sem eru að fást við listina á landsbyggðinni. Það er enda lítill sem engin fyrirsjáanleiki í listum á landsbyggð svona yfirleitt. Eina sem er fyrirstjánalegt og hefur verið um langa hríð eru ríkislistastofnanir sem allar hafa bústað í borginni. Engin á landsbyggð. Stundum finnst mér ég bara vera staddur í skáldverki Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími. 

Er ekki komi tími á að veita landsbyggð á landsbyggð einhverja von, þó eigi væri nema smá dass af fyrirsjáanleika. 


List verður eigi til á einni nóttu því síður fyrir haddegi

Var að lesa sögu hins merka lista- og hugvitmanns Leonardo da Vinci. Sá átti sannlega fleiri klukkutíma en mörg okkar. Reyndar á það nú oft við margt listafólkið að það er einsog þeirra tími sé dugdrígri en margra. Þó ekki þannig að það sé bara verið að drífa hlutina af, nei það er eigi háttur einlægra listamanna á borð við Vinci. Hvað haldið þið t.d. að hann hafi verið lengi að gera sitt þekktasta verk Mona Lisa sem er líklega kunnasta listaverk allra tíma? Gef ykkur vísbendingu hafið töluna frekar í árum en dögum. Sönn listaverk eru ekkert dags Rómar dæmi. Því da Vinci var þrjú ár að gera sína Monu Lisu. 

Datt þetta bara í hug svona til að minna á mikilvægi listamannalauna. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband