LJÓÐ DAGSINS - LEIKARI

Ljóð dagsins kemur úr ljóðasmiðju Jóns úr Vör frá Patreksfirði. Ljóðið heitir Leikari og er í bókinni Mjallhvítarkistan sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1968.

LEIKARI

Leikari

þarf ekki farða né grímu,

leikari fer ætíð

með sitt eigið

líf á sviðið.

Sjálft hlutverkið

er gríma.


Bloggfærslur 25. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband