EKKI HÆTTA HALLVARÐUR SÚGANDI
31.10.2007 | 18:48
Á hinum frábæra BB fréttavef var í gær frétt um það að Leikfélagið Hallvarður Súgandi ætlaði ekki að setja upp leikverk á næsta ári. Þetta er leitt að heyra og vonandi verður þetta ekki að veruleika. Aðalfundur var haldin fyrir skömmu hjá félaginu og mætti víst bara stjórninn á fundinn en það er nú ekkert óalgengt í áhugaleikjaheiminum en einhvernvegin virðast fundir ekki heilla félagsmenn. Kómedíuleikarinn minnist þess t.d. þegar hann starfaði með Leikfélaginu Baldri á Bíldudal að svokölluð ,,góðmennt" mæting var ríkjandi. Hinsvegar þegar farið var í að setja upp stykki þá komu allir. En það var semsagt ákveðið að á Súganda að setja ekki upp leiksýningu næsta sumar. Hallvarður Súgandi hefur starfað með fádæma krafti síðustu ár en þar á bæ er ekki sýnt að vetri til heldur um sumarið í tengslum við Sæluhelgina á Suðureyri sem er skemmtileg bæjarhátíð. Frumsýning leikfélagsins markar jafnan upphaf hátíðarinnar. Leikfélagar eru því að æfa yfir sumarið og er alveg aðdáundarvert að geta gert það á þessum tíma þar sem fólk er nú oft á ferðinni og vill njóta þessa skemmtilegu árstíðar í útiveru og almenna skemmtan í stað þess að hanga inní leikhúsi allan júní og vel fram í júlí mánuð. En þetta hafa Súgfirðingar gert og það er óhætt að segja að verkefnin hafa verið mettnaðarfull síðasta sumar setti félagið upp Galdrakarlinn í Oz hvorki meira né minna. Af öðrum verkum sem Hallvarður hefur sett á svið má nefna Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn ljónshjarta. En alls hafa verið sett upp 11 verk á níu árum gerir aðrir betur. Leikfélagið Hallvarður Súgandi hefur verið eitt aðaláhugaleikfélagið á Vestfjörðum síðustu ár við hliðina á Litla leikklúbbnum á Ísafirði, Leikfélagi Hólmavíkur og Leikfélaginu Baldri. Áhugaleikfélögin á Vestfjörðum hafa verið að týna tölunni síðastu tvo áratugina eða svo en fyrir mörgum árum var áhugaleikhópur starfandi í hverjum firði. Það hefur náttúrulega gegnið á ýmsum á Vestfjörðum síðustu áratugi og nokkuð fækkað og meðalaldur hækkað. Sumir vija rekja upptökin af hruni áhugaleikfélagana til vídeósins þegar það ruddi sér inná heimili landsmanna. Og enn aðrir við tilkomu sjónvarpsins fyrir fimmtíu árum eða eitthvað. Þetta hefur vissulega allt haft áhrif einsog allar eðlilegar breytingar og tækninýjungar. Fólk er líka meira á ferðinni enda orðið auðveldara að skreppa suður og hvað þá til útlanda. En áhuginn á leikhúsinu er samt til staðar það sýnir mæting á sýningar félagana einsog t.d. á Ronju hjá Hallvarði fyrir nokkrum árum. Við þurfum á leikhúsinu að halda og sérstaklega núna í skammdeginu. Hvort heldur fyrir áhorfendur og þá ekki síður fyrir þá sem koma að sýningunum leikurum, ljósamönnum osfrv. því þetta er jú áhugamennska og stórskemmtilegur félagsskapur. Vestfirðirnir verða vissulega fátækari ef starfsemi Leikfélagsins Hallvarðs Súganda dettur niður og því hvetja ég alla til að stiðja og hvetja þetta góða félagi til að starfa áfram og gleðja okkur um ókominn ár. Áfram vestfirskt leikhús, áfram Hallvarður Súgandi og líka allir hinir, Litli Leikklúburinn, Baldur á Bíldó, Hólmavík.
Mynd: Hallvarður Súgandi. Galdrakarlinn í Oz, 2007.
LJÓÐ DAGSINS - Í ÖXNADAL
31.10.2007 | 14:05
Við breytum nú aðeins til og hvílum okkur um stund á vestfirskum ljóðum. Ástæðan er sú að í dag er miðvikudagur og það þýðir að í dag er vika í frumsýningu Kómedíuleikhússins á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa. Einsog nafnið gefur til kynna er hér verið að fjalla um listakáldið góða Jónas Hallgrímsson en í ár er 200 ára fæðingarafmæli hans nánar tiltekið 16. nóv. Ég bið að heilsa er ljóðaleikur fyrir leikara, Elfar Loga Hannesson, og tónlistarmann, Þröst Jóhannesson, munum þeir flytja yfir 20 ljóð eftir skáldið. Elfar í leik en Þröstur mun flytja frumsamin lög við ljóð Jónasar. Leikurinn verður sýndur á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði og verður boðið uppá mat og leiksýningu á ljóðalegu verði. Næstu vikuna eða fram á frumsýningardag 7. nóvember verður ljóð dagsins eftir Jónas Hallgrímsson. Það er stór ljóðapottur að veiða í en við byrjum á æskunni og bernskudalnum. Ljóð dagsins heitir Í Öxnadal:
Í ÖXNADAL
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla
þar sem hamrahilla
hlær við skini sólar
árla, fyrir óttu,
ennþá meðan nóttu
grundin góða ber
græn í faðmi sér.