FJÓRÐI SVEINNINN MÆTTUR Í KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
13.11.2007 | 19:15
Þeir streyma í Kómedíuleikhúsið Jólasveinarnir Grýlusynir. Hér kemur fjórði sveinninn sem er einmitt á ferð á matmálstímum ef ske kynni að skyr sé til í bænum. Reyndar er hann ekki alveg sáttur við skyrflóruna í dag fílar ekki þekka karamellu, jarðaberja eða súkkulaðimintu skyr. Hvað þá þetta púktur is og drykkjarskyr. Nei, takk, Skyrgámur vill hafa skyrið einsog í gamla daga, þykkt, súrt og bragðsterkt. Svoleiðis getur hann hámað í sig endalaust færi t.d. létt með að sporðrenna einum fristigámi af skyri. Útlitið er líka í stíl við matarvenjurnar því hann lítur út einsog tunna. Eða einsog hann segir sjálfur frá í vísunni sinni:
SKYRGÁMUR
Líttu' á mig, - ég lít út einsog tunna!
Já - eitt er það sem fáir aðrir kunna:
að tæma aleinn ámu risastóra
sem venjulega dugar fyrir fjóra.
Hún troðfull er af skyri beint frá bænum
ég tæmi'ana til botns í einum grænum.
Svo sit ég bara afvelta og get mig ekki hreyft,
ég veit það bara að þetta hefði Grýla aldrei leyft,
hvort sem skyrið hefði verið gefins eða keypt!
Skyrrrrrrr
Skyrrrrrrr
Skyrrrrrr
ÞRIÐJI KÓMÍSKI JÓLASVEINNINN HEILSAR
13.11.2007 | 13:42
Já nú er eins gott að passa uppá pottana. Því hér kemur Pottasleikir. Sem hefur lent í því óhappi eftir rifrildi við Gáttaþef að fá pott á höfuðið og á erfitt með að losa hann. En þegar það tekst þá er gott að gæða sér á gómsætinu í pottinum.
POTTASLEIKIR
Æ, æ, æ,
ég hausnum á mér ekki upp úr næ!
En viltu vita hvernig fram fer vinnan?
Ég vinn við það að sleikja pott að innan.
Mín langa breiða tunga gerir gagnið,
því betur sem að meira reynist magnið
af innansleikjunni sem eftir verður
þegar góður pottréttur er gerður!
ANNAR KÓMÍSKUR SVEINN
13.11.2007 | 12:17
Rétt að byrja að afsaka það að engin mynd birtist með sveinum í gær sem var stubburinn Stúfur sem alltaf er svo ljúfur. Ástæðan er einföld því þótt sveinninn sá sé smár þá er myndin stór og Kómedíuleikarinn með sína þumalputta kann ekki að minnka myndina. Við bíðum því aðeins með að birta myndir af Jólasveinum Grýlusonum enda ágætt að byggja upp smá spennu. En eitt get ég þó sagt ykkur að sveinarnir sem hún Marsibil hefur hannað og gert eru sérlega flottir og Kómískir. Sannkallaðir Jólasveinar. En þá að kómíska sveini dagsins sem er engin annar en Gáttaþefur og svona kveður hann:
GÁTTAÞEFUR
Nefið mitt er næmast allra nefja,
það á það líka stundum til að tefja
ferðir mínar vítt og breitt um bæinn,
því ég er alveg einstaklega laginn
að þefa uppi eldhúsilmin góða
þegar einhver frúin fer að sjóða.
Þá staldra ég við skráargat og sting svo nefi inn
og lygni aftur augunum er jólailminn finn.