AUKASÝNING Á ÉG BIÐ AÐ HEILSA Á MORGUN
20.11.2007 | 15:20
Vegna fjölda áskoranna verður aukasýning á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa á morgun á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði. Að þessu sinni verður boðið uppá ekta smörrebröd með sýningunni. Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síðar. Miðapantanir í síma 456 3360 en miðaverð er mjög Kómískt að vanda eða aðeins 2.900.- krónur fyrir mat og leiksýningu. Ég bið að heilsa er ljóðaleikur settur á svið í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Í sýningunni fer leikarinn Elfar Logi Hannesson með ljóð skáldsins í leik og tali. Með honum á senunni er tónlistarmaðurinn Þröstur Jóhannesson sem flytur frumsamin lög við ljóð Listaskáldsins góða.
Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson í sönnum ljóðafíling.
Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
MYNDIR - JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR ANNAR HLUTI
20.11.2007 | 10:34
Hér koma fleiri myndir af hinum frábæru Jólasveinum Grýlusonum eftir listakonuna Marsibil G. Kristjánsdóttur. Minni á að hægt er að hitta þessa Kómísku jólasveina í Tjöruhúsinu ævintýrahúsi jólasveinanna í sýningunni Jólasveinar Grýlusynir. Næstu sýningar eru núna um helgina á laugardag 24. nóv. og sunnudag 25. nóv. og hefjast sýningarnar kl.14.00. Miðapantanir á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is Hér koma þrír Jólasveinar Grýlusynir.
Stúfur sem alltaf er svo ljúfur.
Gluggagægir liggur á glugga og er að glápa.
Stekkjastaur orðinn langur enda reynir á þessi gangur.