SPURNINGALEIKNUM LÝKUR Á MORGUN ERT ÞÚ BÚIN/NN AÐ SVARA
4.11.2007 | 17:31
Nú fer hver að vera síðastur að taka þátt í spurningaleik Kómedíuleikhússins og BBvefsins varðandi frumsýningu á leiknum Ég bið að heilsa. Eina sem þarf að gera er að svara einni laufléttri spurningu um Jónas Hallgrímsson og þú getur unnið tvo miða á Ég bið að heilsa og út að borða á veitingastaðnum Við Pollinn á undan sýningu. Og þá er það spurningin: Í hvaða dal fæddist Jónas Hallgrímsson? Sendið svarið á netfang Kómedíu komedia@komedia.is fyrir kl.12 á morgun, mánudag. Þrír heppnir vinna tvo miða og út að borða og verða nöfn vinningshafa birt á heimasíðu leikhússins www.komedia.is og á BBvefnum www.bb.is Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkutíma síðar eða kl.20.00.
LJÓÐ DAGSINS - STÖKUR
4.11.2007 | 14:37
Enn er Jónas Hallgríms í aðalhlutverki og hér kemur ein ljóðaklassík:
STÖKUR
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komi í kring,
kyssir torfan náinn.
Mér er þetta mátulegt
mátti vel við haga,
hefði ég betur hana þekkt,
sem harma ég alla daga.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn.
Í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmstan daginn.
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
Ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!