SPURNINGALEIKNUM LÝKUR Á MORGUN ERT ÞÚ BÚIN/NN AÐ SVARA

Nú fer hver að vera síðastur að taka þátt í spurningaleik Kómedíuleikhússins og BBvefsins varðandi frumsýningu á leiknum Ég bið að heilsa. Eina sem þarf að gera er að svara einni laufléttri spurningu um Jónas Hallgrímsson og þú getur unnið tvo miða á Ég bið að heilsa og út að borða á veitingastaðnum Við Pollinn á undan sýningu. Og þá er það spurningin: Í hvaða dal fæddist Jónas Hallgrímsson? Sendið svarið á netfang Kómedíu komedia@komedia.is fyrir kl.12 á morgun, mánudag. Þrír heppnir vinna tvo miða og út að borða og verða nöfn vinningshafa birt á heimasíðu leikhússins www.komedia.is og á BBvefnum www.bb.is Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkutíma síðar eða kl.20.00.

LJÓÐ DAGSINS - STÖKUR

Enn er Jónas Hallgríms í aðalhlutverki og hér kemur ein ljóðaklassík:

STÖKUR

Enginn grætur Íslending

einan sér og dáinn.

Þegar allt er komi í kring,

kyssir torfan náinn.

Mér er þetta mátulegt

mátti vel við haga,

hefði ég betur hana þekkt,

sem harma ég alla daga.

Lifðu sæl við glaum og glys,

gangi þér allt í haginn.

Í öngum mínum erlendis

yrki ég skemmstan daginn.

Sólin heim úr suðri snýr,

sumri lofar hlýju.

Ó, að ég væri orðinn nýr

og ynni þér að nýju!


Bloggfærslur 4. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband