UPPSELT Á JÓLASVEINA GRÝLUSYNI Á MORGUN
10.12.2007 | 18:47
Það er góður gangur á Kómísku sveinunum frábær aðsókn var á sýningar helgarinnar og vel pantað á næstu sýningar. Uppselt er á sýningu á morgun, þriðjudag, en næstu sýningar eru um helgina og verður sýnt bæði laugardag og sunnudag kl.14.00 báða dagana. Jólasveinarnir eru svo kátir að þeir hafa ákveðið að skella á einni aukasýningu á ævintýrinu sínu. Auksýning verður korter fyrir jól eða laugardaginn 22. desember kl.14.00. Sala á aukasýninguna er hafin hér á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is einnig er miðasala í fullum gangi á aðrar sýningar. Allir í jólaleikhús.
ÞETTA MUNDI GRÝLA ALDREI KAUPA GILT
10.12.2007 | 11:08
Það er greinilega allt gert til að komast í bók herra Gunnars en er þetta nú ekki full örvæntingafullt og varla er þetta gilt. Hálf berir sveinar, flestir nýrakaðir sumum vex reyndar ekki skegg þar sem sveinarnir eru konur svosem allt gott um það jafnréttið ofar öllu og maður þorir varla að segja nokkuð meir né hætta sér útí þá sálma svona rétt fyrir jól. Gæti þá bara lent í jafnréttisgrýlunni. En eitt er víst ef Grýla hefði séð þetta hefði hún tekið fram vöndinn sinn fræga fyrir útlitið á sínum sveinum. Þar að auki færi þetta nú ekki í neina metabók hjá henni heldur frekar í svörtubókina. En það verður nú að hafa gaman og framtakið er skondið ég meina gifting og alles.
![]() |
13 þúsund jólasveinar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |