KERTI SPIL OG SKATA Á AÐFANGADAG Á GUFUNNI

Kómedíuleikarinn og Jóna Símonía Bjarnadóttir verða með sérvestfirskan jólaútvarpsþátt á Rás eitt á aðfangadag kl.11.03. Í þættinum munu þau fjalla um jólin fyrir vestan frá ýmsum hliðum sagt verður frá jólasiðum, lesin jólaljóð vestfirskra skálda og hlustendur heyra af jólum þriggja vestfirskra listamanna. Sagt verður frá síðustu jólum Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs einsog hann er betur þekktur einnig frá jólahaldi Skáldsins á Þröm og Jakobínu Sigurðardóttur. Jólatónlistin verður á sínum stað og verður hún sótt í tvær af vinsælustu jólaplötum Íslendinga. Já alveg rétt það eru skífur Þrjú á palli og þeirra Vilhjálmssystkina. Jólaþátturinn Kerti, spil og skata verður síðan endurfluttur laugardaginn 29. desember.

 Leikin verða lög eftir þessari frábæru jólaplötu í þættinum Kerti, spil og skata á aðfangadag á gömlu gufunni.


TIL HAMINGJU ERLENDUR ÉG MEINA INGVAR

Frábært að heyra að góðu mati dómnefndar einu sinni en oftar er ekki eru nú þessar verðlaunaafhendingar til vandræða. En hér er réttur maður verðlaunaður. Ingvar E. túlkaði hinn sögufræga Erlend með miklum brávúr og vonandi verður framhald á því. Ég vildi gjarnan sjá söguna Synir duftsins á tjaldinu en það er uppáhalds Erlendar bókin mín. Enn og aftur til hamingju Ingvar.
mbl.is Ingvar fékk Napapijri-verðlaunin fyrir Erlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband