POTTASLEIKIR YRKIR MEÐ POTTINN Á HAUSNUM

Pottasleikir mættur á svæðið og sópar að sér pottum til að sleikja þá og hreinsa að innan. Pottasleikir komst í einn stóran pott í nótt og varð úr því mikið ævintýri því hann festi hausinn í pottinum. Þess vegna birtist hér engin mynd af Pottasleiki en vísan hans er svona:

POTTASLEIKIR

Æ, æ, æ,

æ, æ, æ.

Ég hausnum á mér ekki uppúr næ!

En viltu vita hvernig fram fer vinnan?

Ég vinn við það að sleikja pott að innan.

Mín langa breiða tunga gerir gagnið,

því betur sem að meira reynist magnið

af innansleikjunni sem eftir verður

þegar góður pottréttur er gerður!


Bloggfærslur 16. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband