JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER HLJÓÐBÓK
4.12.2007 | 17:46
Hljóðbókin hefur verið að festa sig vel í sessi hér á landi síðastliðin ár. Enda er hljóðbókin frábær kostur og alltaf gaman að láta lesa fyrir sig. Það er líka hægt að taka hljóðbókina með sér hvert sem hvort heldur í sumarbústaðinn eða í bílinn. Hljóðbókin léttir líka vinnuna eða heimlisstörfin t.d. við uppvaskið. Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl í hljóðbókaútgáfu og hefur nú gefið út tvær hljóðbækur á þessu ári. Í vor gaf Kómedía út hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð og nýjasta afurðinn er hljóðbókin Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Kómísku hljóðbækurnar fást í verslun leikhússins á heimsíðunni www.komedia.is og verðið er alveg Kómískt eða aðeins 1.999.- kr. stykkið.
Kómedíuleikhúsið stefnir að því að gefa út tvær hljóðbækur á komandi ári. Hverjar þær verða er ekki hægt að upplýsa alveg strax en þið verðið fyrst til að vita af því.
TIL HAMINGJU HRAUNARAR UM LAND ALLT
4.12.2007 | 01:55
![]() |
Hraun komin í 5 sveita úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VANTAR BÍLFAR FYRIR LISTAVERK Á ÖKULEÐINNI ÍSÓ - RVK
4.12.2007 | 01:08
Ert þú á leiðinni suður á morgun eða hinn frá ísó til rvk ef svo er ertu þá til í að taka smá listaverkapakka fyrir Kómedíuleikarann. Tekur ekki mikið pláss en vil helst ekki senda verkin í flugi en þolir samt alveg vestfirska vegi. Ef þú ert á leðinni í kaupstaðinn eða veist um einhvern sem er á leiðinni þætti mér vænt ef þú hefðir samband. Í þakkarskyni færðu gott andlegt fóður í bílinn hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð sem léttir aksturinn án þess þó að trufla. Hlakka til að heyra frá þér.