VESTFIRSK JÓLALJÓÐ

Kómedíuleikarinn og Jóna Símonía Bjarnadóttir verða með jólaþátt á bestu útvarpsstöðinni Rás eitt um hátíðirnar. Þar munu þau fjalla um jólin fyrir vestan og ýmsa jólasiði. Einnig verður sagt frá jólum nokkurra vestfirskra listamanna og flutt jólaljóð eftir vestfirsk skáld. Næstu daga verða birt hér á Kómíska blogginu jólaljóð úr smiðju vestfirskra skálda. Við hefjum leikinn á ljóðinu Jól eftir meistara Stein Steinarr:

Jól  

Sjá, ennþá  rís  stjarnan, sem brennur björtust og mildust

á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.

Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust

Og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. 

Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,

og klukknahringing og messur og bænargjörð,

það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,

sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. 

Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni

Í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:

Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni.

Og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.

 


LÍFÆÐIN VESTFIRSK ÚTVARPSSTÖÐ Í LOFTIÐ

Það er margt hugsjónafólkið sem byggir Vestfirðina enda hefur einstaklings framtakið alltaf verið stór þáttur í lista- og menningarlífi á Vestfjörðum. Nú hefur einn hugsjónasonur Vestfjarða, Þórður Vagnsson, opnað eitt stykki útvarpsstöð í Bolungarvík. Stöðin nefnist Lífæðin og verður í loftinu nú í jólamánuðinum. Hér er á ferðinni hreint og klárt einstaklingsverkefni sem er staðið að með miklum bravúr einsog þeirra Vagnsbarna er háttur. Vonandi munu sem flestir stylla á þessa nýju vestfirsku stöð og óskandi er að fyrirtæki og stofnanir sjái hag sinn í að styrkja verkefnið með einhverjum monnípeningum. Það kostar ábyggilega slatta af aurum að reka svona apparat leigja sendi og borga stefgjöld ofl. Á Ísafirði næst Lífæðin á FM 101,1 og í Bolungarvík á FM 92,7.

VERSLUNIN SPÚTNIK ÞJÓNAR EKKI LANDSBYGGÐINNI

Það er nú ekkert auðvelt má að versla sér buxur nú til dags sérstaklega ef mann vantar sérstakar buxur. Dóttur Kómedíuleikarans langaði í buxur og einmitt þessar sérstöku og í ljós kom að þessar einstöku buxur fást einungis í verluninni Spútnik á Laugavegi. Við sláum á þráðinn og einhver gellan í sjoppunni svarar. Jú, jú þessar buxur eru til. Frábært ég ætla að fá þær sendar hingað á Ísafjörð takk. Því miður við sendum ekki út á land. Löng þöng í símanaum, ég kíkti á dagatalið jú það er árið 2007 núna. Spurði síðan þessari sígildu spurningu: Ha, hvað sagðir þú? Við sendum ekki útá land. Og þar með lauk símtalinu. Kómedíuleikarinn verður ekki oft orðlaus en er það núna ég meina hvurslags er þetta eiginlega. Er svona erfitt að henda buxum í umslag og rölta með það í pósthúsið. Og að sjálfsögðu láta viðtakenda borga sendingarkostnaði og sjoppan tapar engu en stúlkan sem rölti með pakkann getur vel við unað að hafa fengið góðan göngutúr og jafnvel fengið sér smók á leiðinni ef hún reykir allaveg einn taktu með kaffi. En nei Verslunin Spútnik sendir ekki út á land og þannig er það bara og þess vegna fannst mér rétt að koma því á framfæri svo hinir tveir sem búa á landsbyggðinni geti sparað sér símtalið í þessa verslun og verslað sínar buxur annarsstaðar þar sem enn er landsbyggðaþjónusta. Reyndar skilst mér að Verslunin Spútnik sé ekki sú eina sem sendir ekki út á land. Það er leitt ef svo er því nú fer verslunum fækkandi á landsbyggðinni en ef þetta heldur áfram verður það þá kannski til þess að verslunin nái sér aftur á strik á landsbyggðinni enda alltaf best að versla í heimabyggð.

Bloggfærslur 6. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband