HVAR ERU JÓL?

Hér kemur annað vestfirskt jólaljóð eftir ísfirsku fjöllistakonuna Steingerði Guðmundsdóttur. Ljóðið heitir Hvar eru jól?

HVAR ERU JÓL?

Hvar eru jól - mín jarðheimsvitund spyr -

jólaljós er hjarðmenn þekktu fyrr?

Hvar sá friður er færði nóttin hljóð -

fögnuður við engla hörpuljóð?

Hvar eru gull sem gleðja lítið barn

er grátið ráðvillt flýr um eyðihjarn?

Hvar sú hönd er höfug þerrar tár

af hrjúfri ellibrá og mýkir sár?

Hvar - spyr mín vitund - sprettur jólarós

ef sprengjur verða mannsins trúarljós?


Bloggfærslur 9. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband