TVEGGJA ÞJÓNNN Á SIGLÓ

Kómedíuleikarinn er nú staðsettur á Siglufirði og verður þar næstu vikurnar í kómísku stuði. Leikfélag Siglufjarðar er að setja upp Kómedíuna Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni og leikarinn kómíski leikstýrir. Þetta er alveg þrælfjörugur leikur sem var sýndur hér á landi fyrir allmörgum árum þegar LR var í Iðnó. Samkvæmt sögubókum slóg þar ungur leikari í gegn að nafni Arnar Jónsson vitum öll framhaldið af þeirri sögu því kappinn sá er einn okkar ástsælasti leikari í dag. Þessi Goldoni var heldur en ekki duglegur með pennan en hann samdi hátt í tvö hundruð leikrit, óperur og önnur verk fyrir leikhús. Fæddur 25. febrúar 1707 og varð snemma heillaður af leikhúsinu einkum hinu geggjaða ítalska formi Commedia dell'Arte og leikskáldinu Molíer. Enda bera verk hans merki þess í Tveggja þjóni koma t.d. við sögu Kómedíupersónurnar Harlekín og Pantalóne. Æfingar hjá Leikfélagi Siglufjarðar eru nýhafnar, erum að byrja á annari viku, en stefnt er að því að frumsýna 22. febrúar. Má búast við meira pikki hér inn á síðuna um Kómedíuævintýrið á Sigló. Læt hér fylgja myndir af skáldinu góða Goldoni.

goldoni4 Carlo Goldoni

goldoni fadingarstadurHér fæddist skáldið

goldoni frimerkiÍ fyrra var 300 ára fæðingarafmæli Goldoni fagnað á ýmsa vegu m.a. voru gefin út þessi kómísku frímerki.


Bloggfærslur 14. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband