VÁ ÞETTA ERU SKO ALVÖRU TÖLUR
23.1.2008 | 18:12
Maður er bara hissa ekki vanur að sjá svona flottar tölur úr styrktarsjóði. Óska hinum heppnu til hamingju. Kómedíuleikhúsið hefði ekkert á móti því að fá eitthvað svona og þó ekki væri nema helmingurinn af Fuglasafnsstyrknum eða bar 2 millur þess vegna. Það væri sko hægt að nota þá aura í mörg Kómísk verkefni. Nú ef svo skemmtilega vill til að einhver sjóðurinn les þetta þá má hann alveg skella nokkrum millum yfir til Kómedíu t.d. til að styrkja Act alone leiklistarhátíðina á ísó sem verður haldin 2. - 6. júlí - ath. ÓKEYPIS INN, og er þetta fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin. Act alone er líka eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi og þar hafa margar stjörnur komið fram t.d. Eric Bogosian, Kristján Ingimars, Felix Helga Arnalds, Guðrún Ásmunds, Toomas Tross, Hallveig Thorlacius, Eggert Kaaber, Bjarni Ingvars, Hörður Torfa ofl. ofl.
![]() |
Aurora úthlutar 210 milljónum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALLTAF GOTT AÐ FÁ SALT Í GRAUTINN
23.1.2008 | 11:47
Held við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af þessu. Kannski hefur gamla Reed bara vantað smá salt í grautinn eða bara viljað kikka til Parísar. Monnýmennirnir í París þurfa líka alvöru skemmtan einsog kollegar þeirra hér og á landi. Svo mæli ég bara með Reed músíkinni sérrílagi útgáfu hans á Hrafni Edgar A. Poe.
![]() |
Lou Reed í örygginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |