NEI NEI ÞETTA ERU EKKERT ASNAR....ÖLL GAGNRÝNI Á RÉTT Á SÉR

Já það er skritin þessi ákvörðun í Borgarleikhússtjóra að neita gagnrýnanda um frímiða á frums. Auðvitað erum við í listinni alltaf viðkvæm fyrir gagnrýni en við þurfum samt á henni að halda svo er það bara hvers og eins að meta hvað hann tekur mark á og einnig á hverjum hann tekur mark á. Einhverntíman hefur nú verið sagt að öll umræða sé af hinu góða hvort heldur hún sé slæm eða góð. Ef við skoðum fjölmiðlana þá fá nú neikvæðu fréttirnar miklu meira rými en þær jákvæðu enda virðast þær negatívu vera vinsælli hjá lesendum eða hlustendum eða gónendum. Og í leikhúsinu þurfum við einmitt á umræðu og umfjöllun að halda bara einfaldlega til að láta af okkur vita. Kómedía hefur tvívegis lent í skondnum rýnendum og það kómíska við það var að báðir dómarnir voru mjög svipaðir. Það er að segja að þeir, já þetta var sitthvor gangrýnandinn, voru búnir að móta sér ákveðna hugmynd um verkið áður en þeir sáu það. Og þegar svo er þa boðar það nú ekki gott einsog kom í ljós í báðum þessum dæmum. Enda er þetta algjör fyrra að mæta í leikhús og vera búinn að ákveða hvernig sýningin á að vera. Má segja að þeir hafi nú ekki kannski verið þeir hæfustu í þetta djobb enda er annar þeirra hættur en hinn er enn að semja handritin á óséðum sýningum. Þrátt fyrir þessa skrítnu áráttu þessara rýnara dettur Kómedíu ekki í hug að bjóða þeim ekki í leikhúsið. Því þegar á öllu er á botnin hvolt þá eru það áhorfendur sem eru hinn stóri dómur og svona uppá grín þá má geta þess að báðar þessar sýningar gengu fínt og önnur þeirra er meira að segja enn í gangi. Allir í leikhús og ekki liggja á þinni skoðun því ef við fáum ekkert að heyra þá náum við ekki lengra.

Bloggfærslur 4. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband